Framleiða undraefni úr þorski 28. mars 2007 04:30 Jón Bragi Bjarnason. Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur búið til krem og lyf úr ensímum í þorski. Lyfið hefur marga eiginleika en nýjustu rannsóknir benda til að það geti læknað fuglaflensu. MYND/GVA Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensímið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúkdóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsóknar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvefveiruna,“ segir Jón og bætir við að í bígerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun fulltrúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúkdæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rannsóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dansinn,“ segir Jón. Undir smásjánni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensímið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúkdóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsóknar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvefveiruna,“ segir Jón og bætir við að í bígerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun fulltrúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúkdæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rannsóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dansinn,“ segir Jón.
Undir smásjánni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira