Uppgjör HK og Vals í Digranesi 31. mars 2007 11:00 Leikur liðanna hefst klukkan 16.15 Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum. Olís-deild karla Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Sjá meira
Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum.
Olís-deild karla Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Sjá meira