Starfsframinn tók nýja stefnu 25. apríl 2007 06:00 Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa." Hrönn hóf nám árið 2002 og byrjaði fljótlega að leggja drögin að framtíðardraumnum. Hún hafði lengi haft áhuga á góðri kvikmyndagerð og hafði meðal annars tvisvar staðið fyrir minni kvikmyndahátíðum hér á landi. Henni þótti skorta á fjölbreytni í kvikmyndamenningu hér á landi. Hún vann því stórt stefnumótunarverkefni þar sem hún leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu hvort hægt væri að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Út úr því fékk hún jákvætt svar. Því leið ekki langur tími eftir að hún útskrifaðist úr náminu þar til vinna var hafin að fyrstu hátíðinni. Kvikmyndaglaðir Íslendingar hafa tekið hátíðinni vel og verður hún haldin í fjórða sinn í september næstkomandi. Hrönn hefur metnaðarfullar hugmyndir um þróun hennar sem stefnt er að að verði meðal lykilkvikmyndahátíða í Evrópu í framtíðinni. Að auki rekur Hrönn kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem sýnir tvisvar í viku í Tjarnarbíói með glænýjum og fullkomnum bíógræjum. Bakgrunnur Hrannar var á sviði stjórnmála- og fjölmiðlafræði. Hún segist hafa fengið góða innsýn í allar helstu greinar viðskipta í náminu. „Þetta var mjög gagnlegt enda var margt af því sem ég var að læra alveg nýtt fyrir mér. Þá má ekki gleyma uppbyggingu tengslanetsins. Í hópnum var fólk úr öllum starfsgreinum sem hefur mismunandi sýn á hlutina. Þá fannst mér nálgun kennslunnar mjög praktísk á allan hátt. Hún byggist mikið á raunhæfum verkefnum og dæmisögum." Hrönn segir námið í Háskólanum í Reykjavík hafa gefið henni það sjálfstraust að láta til skarar skríða við kvikmyndahátíðina. „Þarna hefur maður öll verkfærin og fær þá aðstoð sem maður þarf. Maður er hvattur til þess að láta drauma sína rætast." Undir smásjánni Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa." Hrönn hóf nám árið 2002 og byrjaði fljótlega að leggja drögin að framtíðardraumnum. Hún hafði lengi haft áhuga á góðri kvikmyndagerð og hafði meðal annars tvisvar staðið fyrir minni kvikmyndahátíðum hér á landi. Henni þótti skorta á fjölbreytni í kvikmyndamenningu hér á landi. Hún vann því stórt stefnumótunarverkefni þar sem hún leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu hvort hægt væri að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Út úr því fékk hún jákvætt svar. Því leið ekki langur tími eftir að hún útskrifaðist úr náminu þar til vinna var hafin að fyrstu hátíðinni. Kvikmyndaglaðir Íslendingar hafa tekið hátíðinni vel og verður hún haldin í fjórða sinn í september næstkomandi. Hrönn hefur metnaðarfullar hugmyndir um þróun hennar sem stefnt er að að verði meðal lykilkvikmyndahátíða í Evrópu í framtíðinni. Að auki rekur Hrönn kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem sýnir tvisvar í viku í Tjarnarbíói með glænýjum og fullkomnum bíógræjum. Bakgrunnur Hrannar var á sviði stjórnmála- og fjölmiðlafræði. Hún segist hafa fengið góða innsýn í allar helstu greinar viðskipta í náminu. „Þetta var mjög gagnlegt enda var margt af því sem ég var að læra alveg nýtt fyrir mér. Þá má ekki gleyma uppbyggingu tengslanetsins. Í hópnum var fólk úr öllum starfsgreinum sem hefur mismunandi sýn á hlutina. Þá fannst mér nálgun kennslunnar mjög praktísk á allan hátt. Hún byggist mikið á raunhæfum verkefnum og dæmisögum." Hrönn segir námið í Háskólanum í Reykjavík hafa gefið henni það sjálfstraust að láta til skarar skríða við kvikmyndahátíðina. „Þarna hefur maður öll verkfærin og fær þá aðstoð sem maður þarf. Maður er hvattur til þess að láta drauma sína rætast."
Undir smásjánni Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira