Það er hægt að gera betur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 1. maí 2007 00:01 Í dag 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar, færi ég öllu launafólki baráttukveðjur okkar í Samfylkingunni og heiti sem fyrr fullum stuðningi í mikilvægu starfi að hagsmunum íslensks launafólks. Það er við hæfi á þessum degi að líta um öxl, sjá hvað vel hefur tekist og eins hvað er hægt að gera betur. Góðæri undanfarinna ára hefur skilað sér misjafnlega til launþega. Ýmsir hafa það betra en áður og því ber að fagna. Hitt er þó verra að eftir nokkurra ára samfelldan uppgang í samfélaginu hafa kjör margra versnað til muna, um 5.300 börn búa við fátækt og misskiptingin í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til skattastefnu stjórnvalda sem hafa valið að auka skattbyrði þeirra sem hafa lágar og miðlungstekjur en lækka skattbyrði þeirra sem mestar tekjur hafa. Þannig hafa barna- og vaxtabætur verið stórlega skertar og lífeyrisbætur og skattleysismörk hafa ekki hækkað í takt við launaþróun. Þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka tekjuskatt á einstaklinga í áföngum á árunum 2005 til 2007 og afnema hátekjuskatt hefði átt að fara þá leið að hækka skattleysismörkin líkt og Samfylkingin benti á. Sú leið hefði komið öllum vel, aukið jöfnuð í samfélaginu og dregið úr misskiptingu. Það er sú leið sem við munum fara, fáum við til þess umboð í kosningunum. Í okkar ríka landi bíða þúsundir einstaklinga á biðlistum eftir úrlausn sinna mála. 400 aldraðir í brýnni þörf bíða eftir hjúkrunarrýmum, 900 aldraðir búa í þvingaðri samvist, 170 börn bíða eftir að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild, 276 börn með þroskafrávik bíða eftir greiningu Greiningarstöðvar ríkisins, sum allt upp í 3 ár og eiga að lokinni greiningu jafnvel fyrir höndum jafn langa bið eftir aðstoð. Þá eru ótaldir allir þeir sem bíða eftir annarri aðstoð heilbrigðiskerfisins s.s. hjartaþræðingu og liðskiptiaðgerðum en samtals telja biðlistar Landspítala háskólasjúkrahúss 3.145 manns. Þetta ástand er verkefni sem Samfylkingin vill takast á við og hefur þegar kynnt tillögur sínar að lausn vandans. Kynbundinn launamunur hefur staðið í stað allan þann tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd og þar birtist dugleysi ríkisstjórnarinnar. Það verður eitt helsta forgangsmál Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að leiðrétta það óréttlæti sem felst í launamun kynjanna. Við viljum aflétta launaleynd og endurmeta störf hefðbundinna kvennastétta til launa eins og gert var í Reykjavíkurborg undir minni stjórn með góðum árangri. Við viljum einnig jafna hlut kvenna og karla í stjórnum og ráðum og í ráðherraliði Samfylkingarinnar verður jafnt hlutfall karla og kvenna. Við höfum sýnt fram á að það er hægt að gera betur. Vilji er allt sem þarf. Íslensk börn og ungmenni þurfa meiri tíma með foreldrum sínum. Við verðum að gera börnum og foreldrum kleift að eiga fleiri samverustundir. Íslenskir foreldrar vinna hins vegar eina lengstu vinnuviku í Evrópu og það kemur niður á fjölskyldulífinu. Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með margvíslegum aðgerðum s.s. hækkun barnabóta, lægra matarverði, afnámi stimpilgjalda á húsnæðislánum og ókeypis námsbókum í framhaldsskóla. Þá verður það eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar að leita samstarfs við samtök á vinnumarkaði um leiðir til að stytta virkan vinnutíma foreldra og auka sveigjanlegan vinnutíma þannig að fjölskylduábyrgð og atvinnuþátttaka fari betur saman. Fyrirtækin í landinu verða að setja börnin í forgang með sama hætti og stjórnvöld munu gera ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Þann 12. maí ákveða Íslendingar pólitískt landslag næstu fjögurra ára. Samfylkingin vill taka þátt í að móta það landslag á grundvelli sígildra hugsjóna jafnaðarflokka um heim allan. Hugsjóna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Samfylkingin trúir á mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki hafi frelsi til athafna, en samhliða þarf að tryggja öllum jöfn tækifæri til að nýta þetta frelsi. Það gerist ekki síst með öflugu menntakerfi og velferðarkerfi fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að svo megi verða þarf að ná efnahagslegu jafnvægi á ný, bæta hag heimilanna, leiðrétta það mikla óréttlæti sem felst í launamisrétti kynjanna og bæta kjör þeirra lægst launuðu. Þau samfélög sem byggja á þessari sígildu sýn jafnaðarmanna hafa hvort tveggja í senn reynst vera réttlátustu samfélög heims og þau samkeppnishæfustu. Þannig samfélag vill Samfylkingin byggja upp. Það er hægt að gera betur. Þann 12. maí næstkomandi er tækifæri til að breyta, breytum rétt! Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar, færi ég öllu launafólki baráttukveðjur okkar í Samfylkingunni og heiti sem fyrr fullum stuðningi í mikilvægu starfi að hagsmunum íslensks launafólks. Það er við hæfi á þessum degi að líta um öxl, sjá hvað vel hefur tekist og eins hvað er hægt að gera betur. Góðæri undanfarinna ára hefur skilað sér misjafnlega til launþega. Ýmsir hafa það betra en áður og því ber að fagna. Hitt er þó verra að eftir nokkurra ára samfelldan uppgang í samfélaginu hafa kjör margra versnað til muna, um 5.300 börn búa við fátækt og misskiptingin í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til skattastefnu stjórnvalda sem hafa valið að auka skattbyrði þeirra sem hafa lágar og miðlungstekjur en lækka skattbyrði þeirra sem mestar tekjur hafa. Þannig hafa barna- og vaxtabætur verið stórlega skertar og lífeyrisbætur og skattleysismörk hafa ekki hækkað í takt við launaþróun. Þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka tekjuskatt á einstaklinga í áföngum á árunum 2005 til 2007 og afnema hátekjuskatt hefði átt að fara þá leið að hækka skattleysismörkin líkt og Samfylkingin benti á. Sú leið hefði komið öllum vel, aukið jöfnuð í samfélaginu og dregið úr misskiptingu. Það er sú leið sem við munum fara, fáum við til þess umboð í kosningunum. Í okkar ríka landi bíða þúsundir einstaklinga á biðlistum eftir úrlausn sinna mála. 400 aldraðir í brýnni þörf bíða eftir hjúkrunarrýmum, 900 aldraðir búa í þvingaðri samvist, 170 börn bíða eftir að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild, 276 börn með þroskafrávik bíða eftir greiningu Greiningarstöðvar ríkisins, sum allt upp í 3 ár og eiga að lokinni greiningu jafnvel fyrir höndum jafn langa bið eftir aðstoð. Þá eru ótaldir allir þeir sem bíða eftir annarri aðstoð heilbrigðiskerfisins s.s. hjartaþræðingu og liðskiptiaðgerðum en samtals telja biðlistar Landspítala háskólasjúkrahúss 3.145 manns. Þetta ástand er verkefni sem Samfylkingin vill takast á við og hefur þegar kynnt tillögur sínar að lausn vandans. Kynbundinn launamunur hefur staðið í stað allan þann tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd og þar birtist dugleysi ríkisstjórnarinnar. Það verður eitt helsta forgangsmál Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að leiðrétta það óréttlæti sem felst í launamun kynjanna. Við viljum aflétta launaleynd og endurmeta störf hefðbundinna kvennastétta til launa eins og gert var í Reykjavíkurborg undir minni stjórn með góðum árangri. Við viljum einnig jafna hlut kvenna og karla í stjórnum og ráðum og í ráðherraliði Samfylkingarinnar verður jafnt hlutfall karla og kvenna. Við höfum sýnt fram á að það er hægt að gera betur. Vilji er allt sem þarf. Íslensk börn og ungmenni þurfa meiri tíma með foreldrum sínum. Við verðum að gera börnum og foreldrum kleift að eiga fleiri samverustundir. Íslenskir foreldrar vinna hins vegar eina lengstu vinnuviku í Evrópu og það kemur niður á fjölskyldulífinu. Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með margvíslegum aðgerðum s.s. hækkun barnabóta, lægra matarverði, afnámi stimpilgjalda á húsnæðislánum og ókeypis námsbókum í framhaldsskóla. Þá verður það eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar að leita samstarfs við samtök á vinnumarkaði um leiðir til að stytta virkan vinnutíma foreldra og auka sveigjanlegan vinnutíma þannig að fjölskylduábyrgð og atvinnuþátttaka fari betur saman. Fyrirtækin í landinu verða að setja börnin í forgang með sama hætti og stjórnvöld munu gera ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Þann 12. maí ákveða Íslendingar pólitískt landslag næstu fjögurra ára. Samfylkingin vill taka þátt í að móta það landslag á grundvelli sígildra hugsjóna jafnaðarflokka um heim allan. Hugsjóna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Samfylkingin trúir á mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki hafi frelsi til athafna, en samhliða þarf að tryggja öllum jöfn tækifæri til að nýta þetta frelsi. Það gerist ekki síst með öflugu menntakerfi og velferðarkerfi fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að svo megi verða þarf að ná efnahagslegu jafnvægi á ný, bæta hag heimilanna, leiðrétta það mikla óréttlæti sem felst í launamisrétti kynjanna og bæta kjör þeirra lægst launuðu. Þau samfélög sem byggja á þessari sígildu sýn jafnaðarmanna hafa hvort tveggja í senn reynst vera réttlátustu samfélög heims og þau samkeppnishæfustu. Þannig samfélag vill Samfylkingin byggja upp. Það er hægt að gera betur. Þann 12. maí næstkomandi er tækifæri til að breyta, breytum rétt! Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun