Gaspur Gríms Atlasonar 23. maí 2007 06:00 Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. maí sl. sem er full af rangfærslum og öfugmælum um íslenska kvótakerfið og virðist sem bæjarstjórinn hafi ekki kynnt sér þróun mála í sjávarútvegi með neinum hætti. Í fyrsta lagi fullyrðir bæjarstjórinn að kvótakerfið hafi leitt af sér aukna verðmætasköpun. Þessi fullyrðing er röng þar sem glæný skýrsla Hagstofu Íslands sýnir að verðmæti íslensks sjávarfangs hefur lækkað um á þriðja tug milljarða árlega á síðasta áratug, á verðlagi þessa árs. Á sama tíma hafa skuldir útgerðarinnar margfaldast. Ekki er að sjá að skuldirnar hafi komið til vegna fjárfestinga í greininni þar sem ekki hefur orðið eðlileg endurnýjun í togaraflota landsmanna og hefur hann elst mjög. Grímur Atlason fullyrðir enn fremur að frelsi í sjávarútvegi hafi aukist og að afskipti hins opinbera hafi minnkað! Þessar órökstuddu fullyrðingar Gríms Atlasonar eru með ólíkindum þar sem það er nákvæmlega ekkert frelsi í greininni og nánast allar veiðar eru rígnegldar niður í kvóta og algerlega girt fyrir að nýliðar geti hafið rekstur. Hið opinbera ver síðan gífurlegum fjárhæðum í að hafa eftirlit og ýmis afskipti af sjómönnum. Eftirlitskostnaðurinn er nokkur hundruð þúsund krónur á hvern íslenskan sjómann. Kvótakerfið hvetur til svindls og brottkasts. Þrátt fyrir gífurlegt og síaukið eftirlit er milljarða svindl í kerfinu að mati fiskistofustjóra en það upplýsti hann í nýlegum Kompásþætti, svindl sem er á allra vitorði sem þekkja til sjávarútvegsins. Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjávarbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafasamar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem er þjökuð af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um hvernig eigi að komast út úr núverandi pattstöðu byggðanna og fela þær m.a. í sér að gefa eitthvert frelsi til sjósóknar á minni bátum. Fyrir ábyrga sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðunum er bara eitt að gera, þ.e. taka undir tillögur Frjálslynda flokksins, a.m.k. ef þeir vilja stuðla að áframhaldandi byggð í sjávarbyggðunum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. maí sl. sem er full af rangfærslum og öfugmælum um íslenska kvótakerfið og virðist sem bæjarstjórinn hafi ekki kynnt sér þróun mála í sjávarútvegi með neinum hætti. Í fyrsta lagi fullyrðir bæjarstjórinn að kvótakerfið hafi leitt af sér aukna verðmætasköpun. Þessi fullyrðing er röng þar sem glæný skýrsla Hagstofu Íslands sýnir að verðmæti íslensks sjávarfangs hefur lækkað um á þriðja tug milljarða árlega á síðasta áratug, á verðlagi þessa árs. Á sama tíma hafa skuldir útgerðarinnar margfaldast. Ekki er að sjá að skuldirnar hafi komið til vegna fjárfestinga í greininni þar sem ekki hefur orðið eðlileg endurnýjun í togaraflota landsmanna og hefur hann elst mjög. Grímur Atlason fullyrðir enn fremur að frelsi í sjávarútvegi hafi aukist og að afskipti hins opinbera hafi minnkað! Þessar órökstuddu fullyrðingar Gríms Atlasonar eru með ólíkindum þar sem það er nákvæmlega ekkert frelsi í greininni og nánast allar veiðar eru rígnegldar niður í kvóta og algerlega girt fyrir að nýliðar geti hafið rekstur. Hið opinbera ver síðan gífurlegum fjárhæðum í að hafa eftirlit og ýmis afskipti af sjómönnum. Eftirlitskostnaðurinn er nokkur hundruð þúsund krónur á hvern íslenskan sjómann. Kvótakerfið hvetur til svindls og brottkasts. Þrátt fyrir gífurlegt og síaukið eftirlit er milljarða svindl í kerfinu að mati fiskistofustjóra en það upplýsti hann í nýlegum Kompásþætti, svindl sem er á allra vitorði sem þekkja til sjávarútvegsins. Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjávarbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafasamar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem er þjökuð af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um hvernig eigi að komast út úr núverandi pattstöðu byggðanna og fela þær m.a. í sér að gefa eitthvert frelsi til sjósóknar á minni bátum. Fyrir ábyrga sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðunum er bara eitt að gera, þ.e. taka undir tillögur Frjálslynda flokksins, a.m.k. ef þeir vilja stuðla að áframhaldandi byggð í sjávarbyggðunum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun