Ólík sýn á hagvöxt 13. júní 2007 06:00 Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantinum en spár flestra greiningardeilda viðskiptabankanna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9 prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti sveiflast á milli mánaða. Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný. Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar. Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og 1 prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi. Samdráttur muni svo gæta á næsta ári og greiðslubyrgði aukast. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteignamarkaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn," segir hann og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteignakaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum. Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki hvar þeir sjá hagvöxtinn," segir Lúðvík en greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 prósentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir séu að reikna með því að krafturinn í innlendu eftirspurninni muni halda áfram. Við reiknum hins vegar með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga úr neyslu á þessu ári," segir hann. Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum," segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám ársins sé uppá við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið meiri en upphaflega var talið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantinum en spár flestra greiningardeilda viðskiptabankanna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9 prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti sveiflast á milli mánaða. Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný. Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar. Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og 1 prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi. Samdráttur muni svo gæta á næsta ári og greiðslubyrgði aukast. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteignamarkaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn," segir hann og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteignakaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum. Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki hvar þeir sjá hagvöxtinn," segir Lúðvík en greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 prósentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir séu að reikna með því að krafturinn í innlendu eftirspurninni muni halda áfram. Við reiknum hins vegar með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga úr neyslu á þessu ári," segir hann. Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum," segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám ársins sé uppá við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið meiri en upphaflega var talið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira