Ólík sýn á hagvöxt 13. júní 2007 06:00 Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantinum en spár flestra greiningardeilda viðskiptabankanna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9 prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti sveiflast á milli mánaða. Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný. Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar. Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og 1 prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi. Samdráttur muni svo gæta á næsta ári og greiðslubyrgði aukast. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteignamarkaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn," segir hann og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteignakaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum. Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki hvar þeir sjá hagvöxtinn," segir Lúðvík en greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 prósentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir séu að reikna með því að krafturinn í innlendu eftirspurninni muni halda áfram. Við reiknum hins vegar með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga úr neyslu á þessu ári," segir hann. Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum," segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám ársins sé uppá við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið meiri en upphaflega var talið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantinum en spár flestra greiningardeilda viðskiptabankanna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9 prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti sveiflast á milli mánaða. Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný. Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar. Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og 1 prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi. Samdráttur muni svo gæta á næsta ári og greiðslubyrgði aukast. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteignamarkaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn," segir hann og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteignakaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum. Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki hvar þeir sjá hagvöxtinn," segir Lúðvík en greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 prósentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir séu að reikna með því að krafturinn í innlendu eftirspurninni muni halda áfram. Við reiknum hins vegar með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga úr neyslu á þessu ári," segir hann. Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum," segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám ársins sé uppá við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið meiri en upphaflega var talið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira