Fótbolti

Ármann Smári orðinn bestur

Ármann Smári
Ármann Smári scanpix

Stefán Gíslason er ekki lengur besti íslenski knattspyrnumaðurinn í Noregi ef mið er tekið af einkunnagjöf fjögurra stærstu fjölmiðlanna þar í landi. Ármann Smári Björnsson er nú kominn með hærri meðaleinkunn, 5,5. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brann um helgina og fékk bestu dóma Íslendinga um helgina.

Af þeim sem hafa leikið sjö af níu leikjum tímabilsins eða meira er Veigar Páll Gunnarsson með hæstu meðaleinkunn, 5,4. Stefán er með 5,3.

Þá varð Haraldur Freyr Guðmundsson fyrstur Íslendinga í sumar til að fá átta í einkunn fyrir sína frammistöðu en blaðamaður Dagbladet hreifst svo af honum. Aðrir fjölmiðlar gáfu honum fimm.



Einkunnirnar:

Nafn VG N. Aft. Db. m.e.

Ármann S. 6 6 7 6 6,3

Haraldur Fr. 5 5 5 8 5,8

Kristján Örn 5 6 6 6 5,8

Veigar Páll 5 6 5 5 5,3

Árni Gautur 5 5 5 5 5,0

Hannes Þ. 5 4 5 6 5,0

Indriði 5 5 5 5 5,0

Stefán 5 4 4 4 4,3

Garðar 3 4 4 4 3,8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×