Ráðalaus sjávarútvegsráðherra Sigurjón Þórðarson skrifar 15. júní 2007 06:00 Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víðtæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hagfræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af sjávarútvegi. Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýlegum merkingaverkefnum sem sýna svart á hvítu að veiði úr þorskstofninum við Ísland er margfalt minni en stofnlíkan Hafró gefur til kynna. Það er grafalvarlegt að sjávarútvegsráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræðistofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnkað veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun. Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstaklega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum árangri. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víðtæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hagfræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af sjávarútvegi. Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýlegum merkingaverkefnum sem sýna svart á hvítu að veiði úr þorskstofninum við Ísland er margfalt minni en stofnlíkan Hafró gefur til kynna. Það er grafalvarlegt að sjávarútvegsráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræðistofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnkað veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun. Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstaklega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum árangri. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun