Búlgaría og Rúmenía Paul Nikolov skrifar 15. júní 2007 06:00 Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun