Viðtökur Íslendinga langt framar vonum 20. júní 2007 06:00 Kruger óttast ekki að hætt verði við uppbyggingu álvers í Helguvík. Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins." Undir smásjánni Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins."
Undir smásjánni Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira