Íslendingar frekar áhættusæknir 20. júní 2007 06:30 Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira