Sérkennileg stjórnun Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. júní 2007 06:00 Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur: Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur: Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar