Rótlaus heilsugæsla 21. júní 2007 01:00 Undanfarin ár hefur rekstrarklúður heilsugæslu og félagsþjónustu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinanna en því sem starfsfólk og neytendur hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífelldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heilsuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að enginn bóndi hér á landi er svo skyni skroppinn að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinanna verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífelldar breytingar í tilskipunarstíl einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur heilsugæslunnar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta keyptir af opinberu fé og þjónustusamningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðinn. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kostnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunum ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögurra ríkisstjórna mun lengi í minnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfelldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá Íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stórhækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu.Höfundur er trésmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur rekstrarklúður heilsugæslu og félagsþjónustu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinanna en því sem starfsfólk og neytendur hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífelldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heilsuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að enginn bóndi hér á landi er svo skyni skroppinn að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinanna verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífelldar breytingar í tilskipunarstíl einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur heilsugæslunnar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta keyptir af opinberu fé og þjónustusamningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðinn. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kostnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunum ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögurra ríkisstjórna mun lengi í minnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfelldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá Íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stórhækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu.Höfundur er trésmíðameistari.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun