Skoðun

Hvert fara iðgjöldin?

„Hvar verður þú að vinna í sumar?" heyrist óma á göngum skólanna á vorin. Laun eru mikið rædd og krónutölur bornar saman. Það er auðvitað mismunandi hvernig ráðstafa á sumarhýrunni. Sumir ætla að nota hana í sólarlandaferð en aðrir til framfærslu næsta vetrar, en það á við um alla launamenn - óháð aldri.



Eðli málsins samkvæmt þá varir sumarvinna skólafólks oftast í tæpa þrjá mánuði eða frá júní fram í ágúst. Reglur margra stéttarfélaga gera hins vegar ekki ráð fyrir að þau hafi einhvern rétt til að nýta samningsbundna sjóði sem greitt er í fyrir þau.



Sumarstarfsfólk getur t.d. ekki sótt um úr starfsmenntasjóðum fyrir skólagjöldum eða bókakaupum. Þau hafa ekki rétt á að sækja í sjúkrasjóði til dæmis fyrir gleraugnakaupum eða sótt í orlofssjóði um sumarbústaði eða orlofsávísanir. Eini möguleikinn á að þau fái rétt er að þau hafi unnið í 6-12 mánuði samfleytt áður en sótt er í sjóðina.

Stéttarfélögin virðast bara taka við peningunum sumarstarfsmanna en tryggja þeim lítinn rétt! Það er því engin furða þótt þau spyrji þegar þau fá launaseðilinn - „af hverju er svona mikið tekið af mér?"

Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands og skólafélagsráðgjafi.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×