Skólagjöld draga ekki úr brottfalli 21. júní 2007 04:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun