Grannþjóðir taka höndum saman 22. júní 2007 05:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er nú stödd í Noregi þar sem hún hittir í dag Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Áður ræddi hún við Anne-Grete Strøm-Erichsen varnarmálaráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra. Eitt aðalmálið á dagskrá viðræðna Ingibjargar við hina norsku kollega sína var hinn nýi tvíhliða samningur Íslands og Noregs um eflt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Eftir fundi hennar með Strøm-Erichsen og Gahr Støre var haft eftir henni að samningurinn væri rammasamningur og eftir ætti að reyna á hvert innihaldið yrði. Það sé fyrst og fremst undir Íslendingum sjálfum komið. Því sé nauðsynlegt að fram fari umræða meðal þjóðarinnar um hvað hún sé tilbúin að leggja af mörkum til eigin varna. Íslendingar þurfi að horfast í augu við verulega aukningu í útgjöldum til varnarmála en sá útgjaldaliður verði í fyrsta sinn í næstu fjárlögum. Þetta eru orð í tíma töluð. En það er ekki nóg að ný varnarstefna Íslands birtist í fjárlögum. Útgjöldin þarf að rökstyðja. Eins og fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins í dag um varnarsamstarfið við Norðmenn eru Norðmenn almennt mjög jákvæðir gagnvart slíku samstarfi við Íslendinga. En eins og Jo Gade, einn æðsti embættismaður norska varnarmálaráðuneytisins, tjáði blaðinu þá eru skýr takmörk fyrir því hvað Norðmenn geta lagt Íslendingum til í þessu sambandi. Daglega áréttingu fullveldisyfirráða Íslendinga yfir lögsögu sinni á láði, legi og í lofti verði þeir sjálfir að annast. Norðmenn ætli sér ekki að yfirtaka það hlutverk sem bandaríska varnarliðið gegndi hérlendis. Enda er í raun óeðlilegt annað en að fullvalda þjóð annist þennan grundvallarþátt sjálfstæðis síns sjálf. Þótt þjóðin hafi vanist því í áratugi að erlent herlið gegndi að mestu þessu hlutverki, svo að segja sem verktaki, er ábyrgðin hennar. Að hún sýni þá ábyrgð í verki er orðið brýnt verkefni eftir að hið erlenda herlið yfirgaf landið. Enginn ætlast til að Íslendingar komi sér upp flugher. Augljóslega geta þeir lagt annað og skynsamlegra til sameiginlegra varna NATO. En það þýðir líka að Íslendingar þurfa bæði að finna út úr því hvað þeir geta gert til að uppfylla fullveldisáréttingarhlutverkið í lögsögu sinni umfram það sem Landhelgisgæzlan gerir nú þegar - og hvernig þeir geta styrkt eigin varnir jafnframt því að leggja eitthvað áþreifanlegt fram til sameiginlegra varna NATO. Það síðastnefnda er í raun mótframlag hins herlausa Íslands til NATO fyrir framlag þess til varna Íslands. Samstarfið við Norðmenn á örugglega eftir að reynast Íslendingum vel á þessari vegferð. Að minnsta kosti er það fullkomin tímaskekkja að ala á fornum fyrirvörum gegn slíku samstarfi með því að vísa til ásælni Noregskonungs til áhrifa hérlendis á miðöldum eða til fiskveiðideilna þjóðanna á liðnum árum, eins og heyrzt hefur í umræðunni. Engin ástæða er til að ætla annað en að báðir aðilar nálgist þetta samstarf af fullum heilindum með hagsmuni beggja þjóða að leiðarljósi. Vissulega er það svo að grannþjóðir eiga gjarnan í mestu hagsmunaárekstrunum. En í þessu sambandi gildir, að ágreiningur á einu sviði útilokar ekki samstarf á öðru þegar gagnkvæmir hagsmunir eru í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er nú stödd í Noregi þar sem hún hittir í dag Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Áður ræddi hún við Anne-Grete Strøm-Erichsen varnarmálaráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra. Eitt aðalmálið á dagskrá viðræðna Ingibjargar við hina norsku kollega sína var hinn nýi tvíhliða samningur Íslands og Noregs um eflt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Eftir fundi hennar með Strøm-Erichsen og Gahr Støre var haft eftir henni að samningurinn væri rammasamningur og eftir ætti að reyna á hvert innihaldið yrði. Það sé fyrst og fremst undir Íslendingum sjálfum komið. Því sé nauðsynlegt að fram fari umræða meðal þjóðarinnar um hvað hún sé tilbúin að leggja af mörkum til eigin varna. Íslendingar þurfi að horfast í augu við verulega aukningu í útgjöldum til varnarmála en sá útgjaldaliður verði í fyrsta sinn í næstu fjárlögum. Þetta eru orð í tíma töluð. En það er ekki nóg að ný varnarstefna Íslands birtist í fjárlögum. Útgjöldin þarf að rökstyðja. Eins og fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins í dag um varnarsamstarfið við Norðmenn eru Norðmenn almennt mjög jákvæðir gagnvart slíku samstarfi við Íslendinga. En eins og Jo Gade, einn æðsti embættismaður norska varnarmálaráðuneytisins, tjáði blaðinu þá eru skýr takmörk fyrir því hvað Norðmenn geta lagt Íslendingum til í þessu sambandi. Daglega áréttingu fullveldisyfirráða Íslendinga yfir lögsögu sinni á láði, legi og í lofti verði þeir sjálfir að annast. Norðmenn ætli sér ekki að yfirtaka það hlutverk sem bandaríska varnarliðið gegndi hérlendis. Enda er í raun óeðlilegt annað en að fullvalda þjóð annist þennan grundvallarþátt sjálfstæðis síns sjálf. Þótt þjóðin hafi vanist því í áratugi að erlent herlið gegndi að mestu þessu hlutverki, svo að segja sem verktaki, er ábyrgðin hennar. Að hún sýni þá ábyrgð í verki er orðið brýnt verkefni eftir að hið erlenda herlið yfirgaf landið. Enginn ætlast til að Íslendingar komi sér upp flugher. Augljóslega geta þeir lagt annað og skynsamlegra til sameiginlegra varna NATO. En það þýðir líka að Íslendingar þurfa bæði að finna út úr því hvað þeir geta gert til að uppfylla fullveldisáréttingarhlutverkið í lögsögu sinni umfram það sem Landhelgisgæzlan gerir nú þegar - og hvernig þeir geta styrkt eigin varnir jafnframt því að leggja eitthvað áþreifanlegt fram til sameiginlegra varna NATO. Það síðastnefnda er í raun mótframlag hins herlausa Íslands til NATO fyrir framlag þess til varna Íslands. Samstarfið við Norðmenn á örugglega eftir að reynast Íslendingum vel á þessari vegferð. Að minnsta kosti er það fullkomin tímaskekkja að ala á fornum fyrirvörum gegn slíku samstarfi með því að vísa til ásælni Noregskonungs til áhrifa hérlendis á miðöldum eða til fiskveiðideilna þjóðanna á liðnum árum, eins og heyrzt hefur í umræðunni. Engin ástæða er til að ætla annað en að báðir aðilar nálgist þetta samstarf af fullum heilindum með hagsmuni beggja þjóða að leiðarljósi. Vissulega er það svo að grannþjóðir eiga gjarnan í mestu hagsmunaárekstrunum. En í þessu sambandi gildir, að ágreiningur á einu sviði útilokar ekki samstarf á öðru þegar gagnkvæmir hagsmunir eru í húfi.