Unnið á ströndinni 27. júní 2007 02:00 Sífellt fleiri starfsmenn sækjast eftir því að fá að komast út úr skrifstofum sínum og vinna heima eða sitja utandyra við vinnu. Fyrirtækið Microsoft Windows Mobile í Bretlandi ætlar að vera með þeim fyrstu til þess að kynna slíkar aðstæður í sumar. Samkvæmt spám frá fyrirtækinu Future Laboratory í Bretlandi gætu árið 2012 verið yfir 5,5 milljónir starfsmanna sem kysu að vinna á öðrum stað en við skrifborðið og kannanir hafa sýnt að níu af hverjum tíu starfsmönnum í Bretlandi vildu gjarnan breyta til og vinna annars staðar en á skrifstofunni, utandyra eða jafnvel heiman frá sér. Skrifstofa í garðinumMicrosoft hefur sett á laggirnar skrifstofu í Pimlico-garði og hefur þá í huga að fjórtán prósent af breskum starfsmönnum hafa lýst yfir áhuga á að stunda vinnu sína við sólarströnd og tíu prósent vilja stunda vinnu sína í almenningsgörðum á sumrin ef möguleiki er fyrir hendi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að nýja garðskrifstofan sýni fram á að það er mögulegt að yfirgefa skrifborðið og vinna annars staðar ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Slík framkvæmd sýni starfsmönnum ennfremur fram á að þeir geta látið drauminn rætast á þennan hátt og að hreyfanlegir vinnustaðir auki tilfinningu fyrir því að starfsmenn stjórni degi sínum sjálfir og hafi frelsi til að taka ákvarðanir. Lengri vinnutími nú en áðurÞrátt fyrir efasemdir og ótta um að starfsmenn vinni síður úr almenningsgörðum, frá ströndinni eða heiman frá sér sýna rannsóknir fram á annað. Fyrirtækið System Concepts hefur rannsakað hagi og skilvirkni starfsmanna sem vinna í tæknigeiranum. Þar kemur fram að ef starfsmenn fái frelsi til þess að prófa nýjar aðferðir við vinnu verði minna um streitueinkenni, þeir verði afkastameiri og árangur verði sýnilegri. Með því að gefa starfsmönnum meira frelsi til þess að velja er þeim veitt ákveðið vald sem bætir félagsandann og ekki síst sambandið á milli starfsmanna og vinnuveitanda. Slík staða er í raun sigurstaða fyrir báða aðila. Hreyfanlegir vinnustaðir eru taldir verða enn mikilvægari í framtíðinni og sýna rannsóknir frá Microsoft fram á að helmingur starfsmanna vinnur lengri vinnudag í dag en hann gerði fyrir fimm árum síðan og þriðjungur aðspurðra telur að vinnudagurinn muni lengjast enn meir á næstu fimm árum. Í ljósi þessa telur fyrirtækið nauðsynlegt að koma til móts við starfsmenn með sveigjanlegri vinnuháttum og hefur þá einnig til hliðsjónar rannsóknir sem sýna að 73 prósent af umsækjendum vinnu telja sveigjanleika við vinnutíma og vinnustað vera ráðandi þátt í vali á nýrri vinnu. Þá telja fimmtíu prósent aðspurðra að minni streita fylgi því að hafa hreyfanlegan vinnustað í framtíðinni.Heimild: www.managementtoday.co.uk Sif Sigfúsdóttir MA í mannauðsstjórnun Viðskipti Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sífellt fleiri starfsmenn sækjast eftir því að fá að komast út úr skrifstofum sínum og vinna heima eða sitja utandyra við vinnu. Fyrirtækið Microsoft Windows Mobile í Bretlandi ætlar að vera með þeim fyrstu til þess að kynna slíkar aðstæður í sumar. Samkvæmt spám frá fyrirtækinu Future Laboratory í Bretlandi gætu árið 2012 verið yfir 5,5 milljónir starfsmanna sem kysu að vinna á öðrum stað en við skrifborðið og kannanir hafa sýnt að níu af hverjum tíu starfsmönnum í Bretlandi vildu gjarnan breyta til og vinna annars staðar en á skrifstofunni, utandyra eða jafnvel heiman frá sér. Skrifstofa í garðinumMicrosoft hefur sett á laggirnar skrifstofu í Pimlico-garði og hefur þá í huga að fjórtán prósent af breskum starfsmönnum hafa lýst yfir áhuga á að stunda vinnu sína við sólarströnd og tíu prósent vilja stunda vinnu sína í almenningsgörðum á sumrin ef möguleiki er fyrir hendi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að nýja garðskrifstofan sýni fram á að það er mögulegt að yfirgefa skrifborðið og vinna annars staðar ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Slík framkvæmd sýni starfsmönnum ennfremur fram á að þeir geta látið drauminn rætast á þennan hátt og að hreyfanlegir vinnustaðir auki tilfinningu fyrir því að starfsmenn stjórni degi sínum sjálfir og hafi frelsi til að taka ákvarðanir. Lengri vinnutími nú en áðurÞrátt fyrir efasemdir og ótta um að starfsmenn vinni síður úr almenningsgörðum, frá ströndinni eða heiman frá sér sýna rannsóknir fram á annað. Fyrirtækið System Concepts hefur rannsakað hagi og skilvirkni starfsmanna sem vinna í tæknigeiranum. Þar kemur fram að ef starfsmenn fái frelsi til þess að prófa nýjar aðferðir við vinnu verði minna um streitueinkenni, þeir verði afkastameiri og árangur verði sýnilegri. Með því að gefa starfsmönnum meira frelsi til þess að velja er þeim veitt ákveðið vald sem bætir félagsandann og ekki síst sambandið á milli starfsmanna og vinnuveitanda. Slík staða er í raun sigurstaða fyrir báða aðila. Hreyfanlegir vinnustaðir eru taldir verða enn mikilvægari í framtíðinni og sýna rannsóknir frá Microsoft fram á að helmingur starfsmanna vinnur lengri vinnudag í dag en hann gerði fyrir fimm árum síðan og þriðjungur aðspurðra telur að vinnudagurinn muni lengjast enn meir á næstu fimm árum. Í ljósi þessa telur fyrirtækið nauðsynlegt að koma til móts við starfsmenn með sveigjanlegri vinnuháttum og hefur þá einnig til hliðsjónar rannsóknir sem sýna að 73 prósent af umsækjendum vinnu telja sveigjanleika við vinnutíma og vinnustað vera ráðandi þátt í vali á nýrri vinnu. Þá telja fimmtíu prósent aðspurðra að minni streita fylgi því að hafa hreyfanlegan vinnustað í framtíðinni.Heimild: www.managementtoday.co.uk Sif Sigfúsdóttir MA í mannauðsstjórnun
Viðskipti Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent