
Að umreikna gráður í krónur
Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði.
Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar.
Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi.
Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári.
Höfundur er líffræðingur.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar