Að umreikna gráður í krónur Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2007 07:00 Hagfræðingarnir í HÍ eru að eigin mati gríðarlega klókir í líffræði og þá munar ekkert um að breyta mögulegu hækkuðu hitastigi andrúmsloftsins um örfáar gráður í framtíðinni í hundruða milljóna tap fyrir þjóðarbúið. Árið 2004 reiknaði Ragnar Árnason að þjóðarbúið tapaði 800 milljónum króna á gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastigið einhvern tímann í framtíðinni. Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði. Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar. Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi. Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hagfræðingarnir í HÍ eru að eigin mati gríðarlega klókir í líffræði og þá munar ekkert um að breyta mögulegu hækkuðu hitastigi andrúmsloftsins um örfáar gráður í framtíðinni í hundruða milljóna tap fyrir þjóðarbúið. Árið 2004 reiknaði Ragnar Árnason að þjóðarbúið tapaði 800 milljónum króna á gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastigið einhvern tímann í framtíðinni. Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði. Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar. Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi. Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári. Höfundur er líffræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun