Hvað er til ráða? 2. júlí 2007 08:00 Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun