Risaveldi í kreppu 3. júlí 2007 06:15 Bandaríkjamenn, voldugasta þjóð heims, halda upp á þjóðhátíð sína á morgun, 4. júlí, er rétt 231 ár verða liðin frá því Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði. Á þessum tímamótum er staða Bandaríkjanna sem eina risaveldisins í heiminum að mörgu leyti í uppnámi. Enginn vafi leikur á því, að Bandaríki dagsins í dag eru mun áhrifaminni í heimsmálunum en þau voru um aldamótin. Nærri sex árum eftir hryðjuverkárásirnar 11. september 2001 situr öflugasti her heims fastur, liðs- og bandamannafár, í Írak og Afganistan. Augljóst er orðið að eina risaveldi heims hefur reynzt ófært um að þvinga vilja sinn upp á þessi fjarlægu og fátæku lönd. Í augum margra er sú staðreynd til merkis um að veldi Bandaríkjanna sé í alvarlegri kreppu. Vissulega hefur Bandaríkjunum tekizt áður að ná vopnum sínum á ný eftir fyrri skelli, svo sem Víetnam-stríðið. En hernaðarófarir þeirra nú eiga sér stað á tímum þegar svo virðist sem hið hnattræna valdajafnvægi sé að sveiflast Bandaríkjunum í óhag, eins og brezka tímaritið The Economist bendir á í úttekt og forystugrein í nýjasta hefti sínu. Íranar eru að fylla út í valdatómarúmið sem ástandið í Írak hefur skapað á Persaflóasvæðinu, og hafa sett aukinn kraft í kjarnorkuáætlun sína. Hernaðarmáttur Kína vex jafnhröðum skrefum og efnahagsmáttur þess. Hið gas- og olíuríka Rússland er æ meir upp á kant við Vesturlönd, ekki sízt forysturíki þeirra. Litlir kærleikar eru í Atlantshafssamstarfinu – Evrópuríkin eru óviljug til þátttöku í „stríði“ Bush Bandaríkjaforseta gegn hryðjuverkum. Í „bakgarði Bandaríkjanna“ fer Hugo Chavez í Venesúela fyrir uppreisn gegn bandarískum kapítalisma. Úti um allan heim hefur andúð og tortryggni í garð Bandaríkjanna vaxið hröðum skrefum, upp að því marki að þau eru af ýmsum álitin meiri ógnvaldur við heimsfriðinn en vörður hans. Ýmislegt grefur einnig undan „mjúku valdi“ Bandaríkjanna: hneykslanleg mannréttindabrot í fangelsunum í Abu Ghraib í Írak og við Guantanamo-flóa á Kúbu og tregða Bandaríkjastjórnar til að taka þátt í að vinna gegn hnattrænum loftslagsbreytingum eru dæmi um þetta. Zbigniew Brzezinski, sem var þjóðaröryggisráðgjafi í forsetatíð Jimmy Carters, orðar það þannig í nýlegri bók að Frelsisstyttan í New York sé ekki lengur öflugasta tákn Bandaríkjanna, heldur Guantanamo-fangabúðirnar. Brzezinski telur að grípi arftaki Bush ekki til róttækra ráðstafana til að endurreisa pólitíska og siðferðislega reisn Bandaríkjanna muni „kreppa Bandaríkjanna sem risaveldis verða varanleg“ og drottnunarskeið þeirra líða fyrr undir lok en ella. The Economist telur að þessi kreppueinkenni á veldi Bandaríkjanna séu villandi. Bæði bandamenn og fjendur túlki, ranglega, klúður núverandi ríkisstjórnar vestra sem merki um djúpstæðari veikleika. Hvorki „hart“ né „mjúkt“ vald Bandaríkjanna sé í raun að minnka. Öllu heldur sé því eins og sakir standa ekki beitt eins vel og unnt væri. Þessi túlkun á ástandinu ber vott um bjartsýni fyrir hönd Bandaríkjanna. Hún ber jafnvel vott um vanmat á langtíma-áhrifum stefnu og gerða Bush-stjórnarinnar. Að minnsta kosti er ljóst að arftakar hennar munu eiga ærið verk fyrir höndum að skapa þá sátt um forystuhlutverk eina risaveldisins sem er forsenda fyrir því að hægt sé að beita því Bandaríkjunum sjálfum, bandamönnum þeirra og heimsbyggðinni allri til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Bandaríkjamenn, voldugasta þjóð heims, halda upp á þjóðhátíð sína á morgun, 4. júlí, er rétt 231 ár verða liðin frá því Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði. Á þessum tímamótum er staða Bandaríkjanna sem eina risaveldisins í heiminum að mörgu leyti í uppnámi. Enginn vafi leikur á því, að Bandaríki dagsins í dag eru mun áhrifaminni í heimsmálunum en þau voru um aldamótin. Nærri sex árum eftir hryðjuverkárásirnar 11. september 2001 situr öflugasti her heims fastur, liðs- og bandamannafár, í Írak og Afganistan. Augljóst er orðið að eina risaveldi heims hefur reynzt ófært um að þvinga vilja sinn upp á þessi fjarlægu og fátæku lönd. Í augum margra er sú staðreynd til merkis um að veldi Bandaríkjanna sé í alvarlegri kreppu. Vissulega hefur Bandaríkjunum tekizt áður að ná vopnum sínum á ný eftir fyrri skelli, svo sem Víetnam-stríðið. En hernaðarófarir þeirra nú eiga sér stað á tímum þegar svo virðist sem hið hnattræna valdajafnvægi sé að sveiflast Bandaríkjunum í óhag, eins og brezka tímaritið The Economist bendir á í úttekt og forystugrein í nýjasta hefti sínu. Íranar eru að fylla út í valdatómarúmið sem ástandið í Írak hefur skapað á Persaflóasvæðinu, og hafa sett aukinn kraft í kjarnorkuáætlun sína. Hernaðarmáttur Kína vex jafnhröðum skrefum og efnahagsmáttur þess. Hið gas- og olíuríka Rússland er æ meir upp á kant við Vesturlönd, ekki sízt forysturíki þeirra. Litlir kærleikar eru í Atlantshafssamstarfinu – Evrópuríkin eru óviljug til þátttöku í „stríði“ Bush Bandaríkjaforseta gegn hryðjuverkum. Í „bakgarði Bandaríkjanna“ fer Hugo Chavez í Venesúela fyrir uppreisn gegn bandarískum kapítalisma. Úti um allan heim hefur andúð og tortryggni í garð Bandaríkjanna vaxið hröðum skrefum, upp að því marki að þau eru af ýmsum álitin meiri ógnvaldur við heimsfriðinn en vörður hans. Ýmislegt grefur einnig undan „mjúku valdi“ Bandaríkjanna: hneykslanleg mannréttindabrot í fangelsunum í Abu Ghraib í Írak og við Guantanamo-flóa á Kúbu og tregða Bandaríkjastjórnar til að taka þátt í að vinna gegn hnattrænum loftslagsbreytingum eru dæmi um þetta. Zbigniew Brzezinski, sem var þjóðaröryggisráðgjafi í forsetatíð Jimmy Carters, orðar það þannig í nýlegri bók að Frelsisstyttan í New York sé ekki lengur öflugasta tákn Bandaríkjanna, heldur Guantanamo-fangabúðirnar. Brzezinski telur að grípi arftaki Bush ekki til róttækra ráðstafana til að endurreisa pólitíska og siðferðislega reisn Bandaríkjanna muni „kreppa Bandaríkjanna sem risaveldis verða varanleg“ og drottnunarskeið þeirra líða fyrr undir lok en ella. The Economist telur að þessi kreppueinkenni á veldi Bandaríkjanna séu villandi. Bæði bandamenn og fjendur túlki, ranglega, klúður núverandi ríkisstjórnar vestra sem merki um djúpstæðari veikleika. Hvorki „hart“ né „mjúkt“ vald Bandaríkjanna sé í raun að minnka. Öllu heldur sé því eins og sakir standa ekki beitt eins vel og unnt væri. Þessi túlkun á ástandinu ber vott um bjartsýni fyrir hönd Bandaríkjanna. Hún ber jafnvel vott um vanmat á langtíma-áhrifum stefnu og gerða Bush-stjórnarinnar. Að minnsta kosti er ljóst að arftakar hennar munu eiga ærið verk fyrir höndum að skapa þá sátt um forystuhlutverk eina risaveldisins sem er forsenda fyrir því að hægt sé að beita því Bandaríkjunum sjálfum, bandamönnum þeirra og heimsbyggðinni allri til framdráttar.