Ál – ekkert mál fyrir Jón og Pál Ómar Ragnarsson skrifar 6. júlí 2007 08:00 Daglega dynja í fréttatímum ljósvakamiðlanna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja réttindalausir á Reyðarfirði, - Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn, - nýjar sviptingar og átök um Hitaveitu Suðurnesja, - njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlestinni sýnir stanslaus fréttastraumur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kúventi í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greinilega sú að sýna fram á að flokkurinn væri „stjórntækur", þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórnarþátttöku. Þetta yrði Samfylkingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Samfylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosningar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stóriðjustopp í 4-5 ár á meðan náttúruverðmæti landsins eru könnuð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokkanna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmálanum, svo sem dýrar og tímafrekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verður vonandi hægt að draga endanlegar ákvarðanir iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé" þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapphlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg." Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyrirtæki og sveitarstjórnir séu að bralla. Svona rétt eins og Landsvirkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekkert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapphlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúruverðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norðaustan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi - þeir þekkja þá forsögu virkjana á Íslandi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheitið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjanamannvirki í ótal öðrum sveitarfélögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafnvel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hagkvæmnisstærð, sem er 500 þúsund tonn á ári fyrir hvert álver - þá krefst sú stóriðja allrar virkjanlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að uppfylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til netþjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið"-skapi, 83 prósent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hraðast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúruverðmætum sem í ímynd þjóðarinnar má meta til þúsunda milljarða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Valgerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Daglega dynja í fréttatímum ljósvakamiðlanna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja réttindalausir á Reyðarfirði, - Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn, - nýjar sviptingar og átök um Hitaveitu Suðurnesja, - njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlestinni sýnir stanslaus fréttastraumur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kúventi í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greinilega sú að sýna fram á að flokkurinn væri „stjórntækur", þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórnarþátttöku. Þetta yrði Samfylkingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Samfylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosningar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stóriðjustopp í 4-5 ár á meðan náttúruverðmæti landsins eru könnuð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokkanna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmálanum, svo sem dýrar og tímafrekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verður vonandi hægt að draga endanlegar ákvarðanir iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé" þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapphlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg." Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyrirtæki og sveitarstjórnir séu að bralla. Svona rétt eins og Landsvirkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekkert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapphlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúruverðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norðaustan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi - þeir þekkja þá forsögu virkjana á Íslandi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheitið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjanamannvirki í ótal öðrum sveitarfélögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafnvel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hagkvæmnisstærð, sem er 500 þúsund tonn á ári fyrir hvert álver - þá krefst sú stóriðja allrar virkjanlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að uppfylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til netþjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið"-skapi, 83 prósent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hraðast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúruverðmætum sem í ímynd þjóðarinnar má meta til þúsunda milljarða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Valgerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun