Ekki einkavæða Íbúðalánasjóð 13. júlí 2007 06:00 Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar