Sauðkindurnútímans 16. júlí 2007 05:30 Ef manneskja stendur úti á miðri götu og hefur gleymt bílaumferðinni við að taka mynd af Leifi heppna með Hallgrímskirkju í baksýn eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta sé svonefndur túristi. Þeirra vegna verða ökumenn að gæta sérstakrar varúðar. Annars er eins víst að maður aki yfir ferðamann, sem væri ekki bara leiðinlegt fyrir túristann og mann sjálfan heldur einnig fyrir þjóðarbúið. Ferðamenn eru nefnilega sú tegund búsmala sem hefur leyst sauðkindina af hólmi sem undirstaða efnahagslegrar velsældar á Íslandi. FERÐAMÁLASTJÓRI segir að fyrir utan þær hjarðir ferðamanna sem nú þegar hafa komið til landsins sé á næstu tveimur vikum von á fjörutíuþúsund stykkjum til viðbótar. Talnaglöggir menn reikna með því að sá fríði flokkur muni skila um fjórum milljörðum í þjóðarbúið. Það samsvarar því að hver ferðamaður leggi sig á um hundraðþúsund kall. Til að sauðkind næði sömu framlegð þyrfti hún að eignast að minnsta kosti fimm lömb á ári. BÆNDUR voru fljótir að sjá líkindi með sauðkindum og ferðamönnum og sneru sér því frá sauðfjárbúskap og fóru að sinna ferðamönnum. Sem betur fer er ekki mikið um lausagöngu ferðamanna heldur er þeim smalað saman í rútur og ekið með þá milli staða þar til þeir hafa fengið nægju sína af laxi og lambaketi. Engu að síður eru margir ferðamenn haldnir flökkueðli eins og sauðkindin. Þessir aðilar flækjast til og frá um landið þar til þeim er loksins bjargað upp úr Krossá og sendir aftur til sinna heimkynna. ENGAR rannsóknir eru til að bera saman túrista og sauðkindur. Bæði fyrirbærin eru jafn mállaus á íslenska tungu. Í ratvísi ber þó sauðkindin horn og herðakamb yfir túristann. Sauðkindum tekst að rata um hálendið án GPS-tækja meðan algengt er að sjá ferðamenn með niðurrignd landakort reyna að átta sig á leiðinni frá Lækjartorgi að Hótel Borg. Það er sömuleiðis vafamál að til sé nokkur sauðkind sem fengist til að borga tuttuguogfimmþúsund kall fyrir næturgistingu eða tvöþúsund kall fyrir venjulega máltíð. Sýnum því þessum tvífættu sauðum nútímans sömu umhyggju og forfeður okkar sýndu fé sínu í gamla daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Ef manneskja stendur úti á miðri götu og hefur gleymt bílaumferðinni við að taka mynd af Leifi heppna með Hallgrímskirkju í baksýn eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta sé svonefndur túristi. Þeirra vegna verða ökumenn að gæta sérstakrar varúðar. Annars er eins víst að maður aki yfir ferðamann, sem væri ekki bara leiðinlegt fyrir túristann og mann sjálfan heldur einnig fyrir þjóðarbúið. Ferðamenn eru nefnilega sú tegund búsmala sem hefur leyst sauðkindina af hólmi sem undirstaða efnahagslegrar velsældar á Íslandi. FERÐAMÁLASTJÓRI segir að fyrir utan þær hjarðir ferðamanna sem nú þegar hafa komið til landsins sé á næstu tveimur vikum von á fjörutíuþúsund stykkjum til viðbótar. Talnaglöggir menn reikna með því að sá fríði flokkur muni skila um fjórum milljörðum í þjóðarbúið. Það samsvarar því að hver ferðamaður leggi sig á um hundraðþúsund kall. Til að sauðkind næði sömu framlegð þyrfti hún að eignast að minnsta kosti fimm lömb á ári. BÆNDUR voru fljótir að sjá líkindi með sauðkindum og ferðamönnum og sneru sér því frá sauðfjárbúskap og fóru að sinna ferðamönnum. Sem betur fer er ekki mikið um lausagöngu ferðamanna heldur er þeim smalað saman í rútur og ekið með þá milli staða þar til þeir hafa fengið nægju sína af laxi og lambaketi. Engu að síður eru margir ferðamenn haldnir flökkueðli eins og sauðkindin. Þessir aðilar flækjast til og frá um landið þar til þeim er loksins bjargað upp úr Krossá og sendir aftur til sinna heimkynna. ENGAR rannsóknir eru til að bera saman túrista og sauðkindur. Bæði fyrirbærin eru jafn mállaus á íslenska tungu. Í ratvísi ber þó sauðkindin horn og herðakamb yfir túristann. Sauðkindum tekst að rata um hálendið án GPS-tækja meðan algengt er að sjá ferðamenn með niðurrignd landakort reyna að átta sig á leiðinni frá Lækjartorgi að Hótel Borg. Það er sömuleiðis vafamál að til sé nokkur sauðkind sem fengist til að borga tuttuguogfimmþúsund kall fyrir næturgistingu eða tvöþúsund kall fyrir venjulega máltíð. Sýnum því þessum tvífættu sauðum nútímans sömu umhyggju og forfeður okkar sýndu fé sínu í gamla daga.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun