Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson skrifar 15. september 2021 13:01 - Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
- Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun