Ritstjórinn og barrtrén Hjörleifur Guttormsson skrifar 18. júlí 2007 06:30 Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni Flórufasismi. Í greininni reiðir ritstjórinn hátt til höggs gegn þeirri stefnu Þingvallanefndar að takmarka á Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa sem þar var plantað á öldinni sem leið. Trjám þessum lýsir hann sem menningararfleifð sem nú eigi að rífa upp með rótum. Þorsteinn segir þetta gert í skiptum fyrir inntöku Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og gerir afar lítið úr þeim gjörningi, tengir hann við sölumennsku og peningaplokk af ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir hann sem heilögu tákni fyrir hátíðarsamkomur þjóðarinnar á Þingvöllum á öldinni sem leið. Þjóðin segir hann „stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré á Þingvöllum", minntist búsetu „í skjóli slíkra trjáa" og „átti samverustund með barrtrjám þegar þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi." Hér er ekki nein smáræðis tilfinningaleg upplifun á ferðinni og ekki seinna vænna að átta sig á hvað öðru fremur laðar Íslendinga að þessum helgistað. Söguleg upprifjunVið þennan sögulega óð um barrviði hvarflar hugur minn tvo áratugi til baka en þá áttum við Þorsteinn sem alþingismenn sæti í Þingvallanefnd ásamt Þórarni Sigurjónssyni, en Þorsteinn var um þær mundir forsætisráðherra. Þingvallanefnd hafði þá um nokkurt árabil unnið að stefnumörkun í skipulagsmálum fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka gróðurfarslega úttekt á þjóðgarðslandinu og ítarlegt kynningarferli staðfesti nefndin „þetta skipulag og samþykkir það sem stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum". Um umhirðu trjágróðurs segir í þessari stefnumörkun Þingvallanefndar: „Rétt er að láta furulundinn, sem markar upphaf skógræktar á Íslandi, halda sér og hlúa að honum, en girðingar umhverfis lundinn verði fjarlægðar. Að öðru leyti verði ekki gróðursettir barrviðir eða aðrar aðfluttar tegundir á Þingvallasvæðinu milli gjáa. - Grisja þarf trjágróður innan þinghelginnar með hliðsjón af fornleifaúttekt, því að trjárætur spilla minjum í jörðu." Undir þetta rituðum við nefndarmennirnir í góðri sátt 27. maí 1988. Þessari stefnumörkun hefur síðan í aðalatriðum verið fylgt af Þingvallanefnd og hefur þjóðgarðsvörður mörg undanfarin ár látið grisja og fjarlægja barrviði á nokkrum stöðum. HeimsminjaskráinUmsókn íslenskra stjórnvalda um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og þurfti því ekki atbeina UNESCO um þá stefnu sem Þingvallanefnd hafði samþykkt hálfum öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er ákvörðunin um að grisja og fjarlægja aðfluttar trjátegundir hluti af þeim kvöðum sem innsiglaðar voru með inntöku Þingvalla á heimsminjaskrána árið 2004. Jafnframt var ítrekað það sem áður lá fyrir að furulundurinn frá árinu 1903 yrði varðveittur sem sögulegt minnismerki um upphafsár skógræktar hérlendis. Það er ekkert við því að segja að ritstjóranum Þorsteini hafi snúist hugur frá þeirri samþykkt sem hann sem alþingismaður stóð að í Þingvallanefnd fyrir tveimur áratugum. Fyrir þeim hughvörfum færir hann hins vegar engin rök í grein sinni en beinir spjótum sínum nú að ósekju að þeim sem stóðu að því að Þingvellir voru teknir inn á skrá yfir staði sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Undir gjörninginn rituðu af Íslands hálfu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. Með inntöku á heimsminjaskrá fékk sérstaða Þingvalla alþjóðlega viðurkenningu en jafnframt er framtíðarverndun þjóðgarðsins betur tryggð en ella. Margir hljóta að spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðsins gangi til að taka þetta mál nú upp með þeim hætti sem hann gerir. Er hann að leggja til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir að gera afturræka viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og að allir barrviðir á Þingvöllum verði friðlýstir svo tryggja megi gestum þar skjól á næsta hátíðarfundi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni Flórufasismi. Í greininni reiðir ritstjórinn hátt til höggs gegn þeirri stefnu Þingvallanefndar að takmarka á Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa sem þar var plantað á öldinni sem leið. Trjám þessum lýsir hann sem menningararfleifð sem nú eigi að rífa upp með rótum. Þorsteinn segir þetta gert í skiptum fyrir inntöku Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og gerir afar lítið úr þeim gjörningi, tengir hann við sölumennsku og peningaplokk af ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir hann sem heilögu tákni fyrir hátíðarsamkomur þjóðarinnar á Þingvöllum á öldinni sem leið. Þjóðin segir hann „stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré á Þingvöllum", minntist búsetu „í skjóli slíkra trjáa" og „átti samverustund með barrtrjám þegar þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi." Hér er ekki nein smáræðis tilfinningaleg upplifun á ferðinni og ekki seinna vænna að átta sig á hvað öðru fremur laðar Íslendinga að þessum helgistað. Söguleg upprifjunVið þennan sögulega óð um barrviði hvarflar hugur minn tvo áratugi til baka en þá áttum við Þorsteinn sem alþingismenn sæti í Þingvallanefnd ásamt Þórarni Sigurjónssyni, en Þorsteinn var um þær mundir forsætisráðherra. Þingvallanefnd hafði þá um nokkurt árabil unnið að stefnumörkun í skipulagsmálum fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka gróðurfarslega úttekt á þjóðgarðslandinu og ítarlegt kynningarferli staðfesti nefndin „þetta skipulag og samþykkir það sem stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum". Um umhirðu trjágróðurs segir í þessari stefnumörkun Þingvallanefndar: „Rétt er að láta furulundinn, sem markar upphaf skógræktar á Íslandi, halda sér og hlúa að honum, en girðingar umhverfis lundinn verði fjarlægðar. Að öðru leyti verði ekki gróðursettir barrviðir eða aðrar aðfluttar tegundir á Þingvallasvæðinu milli gjáa. - Grisja þarf trjágróður innan þinghelginnar með hliðsjón af fornleifaúttekt, því að trjárætur spilla minjum í jörðu." Undir þetta rituðum við nefndarmennirnir í góðri sátt 27. maí 1988. Þessari stefnumörkun hefur síðan í aðalatriðum verið fylgt af Þingvallanefnd og hefur þjóðgarðsvörður mörg undanfarin ár látið grisja og fjarlægja barrviði á nokkrum stöðum. HeimsminjaskráinUmsókn íslenskra stjórnvalda um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og þurfti því ekki atbeina UNESCO um þá stefnu sem Þingvallanefnd hafði samþykkt hálfum öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er ákvörðunin um að grisja og fjarlægja aðfluttar trjátegundir hluti af þeim kvöðum sem innsiglaðar voru með inntöku Þingvalla á heimsminjaskrána árið 2004. Jafnframt var ítrekað það sem áður lá fyrir að furulundurinn frá árinu 1903 yrði varðveittur sem sögulegt minnismerki um upphafsár skógræktar hérlendis. Það er ekkert við því að segja að ritstjóranum Þorsteini hafi snúist hugur frá þeirri samþykkt sem hann sem alþingismaður stóð að í Þingvallanefnd fyrir tveimur áratugum. Fyrir þeim hughvörfum færir hann hins vegar engin rök í grein sinni en beinir spjótum sínum nú að ósekju að þeim sem stóðu að því að Þingvellir voru teknir inn á skrá yfir staði sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Undir gjörninginn rituðu af Íslands hálfu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. Með inntöku á heimsminjaskrá fékk sérstaða Þingvalla alþjóðlega viðurkenningu en jafnframt er framtíðarverndun þjóðgarðsins betur tryggð en ella. Margir hljóta að spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðsins gangi til að taka þetta mál nú upp með þeim hætti sem hann gerir. Er hann að leggja til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir að gera afturræka viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og að allir barrviðir á Þingvöllum verði friðlýstir svo tryggja megi gestum þar skjól á næsta hátíðarfundi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar