Enn um Jesúm og heimsendi 23. júlí 2007 06:30 Fyrir skemmstu birtist á þessum síðum greinin „Viðheldur fáfræði kristninni?“ þar sem ég benti m.a. á þá staðreynd að stór hluti fræðimanna í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafi frá því bók Alberts Schweitzer „Leitin að hinum sögulega Jesú“ kom út árið 1906 litið á Jesúm sem heimsendaspámann. Ef eitthvað er að marka viðbrögðin sem ég hef fengið við greininni á almenningur erfitt með að trúa þessu upp á „frelsarann“. Hvað sem því líður virðist heimsendatrúin enn lifa góðu lífi innan Þjóðkirkjunnar, eins og sjá má í prédikun sr. Bolla Péturs Bollasonar „Lausn yðar er í nánd“, sem hýst er á tru.is. Í vangaveltum sínum segir Bolli að sama hversu mikill sem hræðsluáróðurinn um fuglaflensuna og hlýnun jarðar verður séu þetta „ekki tákn um endalok heims vegna þess að þetta eru einmitt hugmyndir okkar mannfólksins um endalokin“. Bolli er á því að „Guð“ kristinna manna hafi það á sinni „könnu að ákvarða um endalokin, hvernig svo sem þau verða?“ Síðan veltir hann því upp „af hverju í ósköpunum er ég að fjalla um endalokin á þessum kyrrláta og góða tíma sem aðventan er“? Svarið er einfaldlega „að guðspjall dagsins [Lúkas, 21:25-33] fjallar um komu Jesú hina síðari er ‚himinn og jörð munu líða undir lok“, sem sýnir skýrt að með endurkomunni er „ekki einvörðungu um að ræða friðsama birtingu jólabarnsins“. Eins og tæplega helmingur Bandaríkjamanna virðist Bolli trúa að Jesú sé væntanlegur með sverð í hendi. „Já, Jesús kemur fyrr en varir á skýi og mun dæma lifendur og dauða eins og við kristið fólk höfum játað og játum enn.“ Eina leiðin til þess að forðast skapofsa „jólabarnsins“ er að mati Bolla stöðugur undirbúningur, sem hlýtur að fela í sér að meðtaka kristna trú og rækta hana, „þannig að koma hans verði okkur í raun ekki til dóms, heldur til hjálpræðis“. Nú ætti öllum að vera ljóst að Biblían boðar heimsendi, sem mun bresta á fyrr eða síðar. Skiptir þá litlu hvort ummerki hans megi greina í samtímanum, eins og áróðursmeistarar sjónvarpsstöðvarinnar Ómega halda fram, eða hvort hann muni koma okkur að óvörum, eins og Bolli ýjar að. Þá mun hinn friðsami Jesú skólakristinfræðinnar snúa aftur til jarðar í vondu skapi og fara, eins og Bolli gefur í skyn, með ófriði gegn öllum þeim sem ekki á hann trúa. Nú skil ég eina ástæðu þess að sr. Birgir Ásgeirsson, sem ég gagnrýndi nýlega í greininni „Þjóðkirkjan, umburðarlyndi og heimska“ (Fbl., 21/12, 2006), kallar alla þá sem hafna meintri tilvist Guðs kristinnar, þ.e. á fimmta milljarð einstaklinga, „heimskingja“: Þeir sem ekki játa trú á „jólabarnið“ eiga líklega yfir höfði sér dauðadóm þegar „það“ snýr aftur til jarðar. Höfundur er doktor í vísindasagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist á þessum síðum greinin „Viðheldur fáfræði kristninni?“ þar sem ég benti m.a. á þá staðreynd að stór hluti fræðimanna í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafi frá því bók Alberts Schweitzer „Leitin að hinum sögulega Jesú“ kom út árið 1906 litið á Jesúm sem heimsendaspámann. Ef eitthvað er að marka viðbrögðin sem ég hef fengið við greininni á almenningur erfitt með að trúa þessu upp á „frelsarann“. Hvað sem því líður virðist heimsendatrúin enn lifa góðu lífi innan Þjóðkirkjunnar, eins og sjá má í prédikun sr. Bolla Péturs Bollasonar „Lausn yðar er í nánd“, sem hýst er á tru.is. Í vangaveltum sínum segir Bolli að sama hversu mikill sem hræðsluáróðurinn um fuglaflensuna og hlýnun jarðar verður séu þetta „ekki tákn um endalok heims vegna þess að þetta eru einmitt hugmyndir okkar mannfólksins um endalokin“. Bolli er á því að „Guð“ kristinna manna hafi það á sinni „könnu að ákvarða um endalokin, hvernig svo sem þau verða?“ Síðan veltir hann því upp „af hverju í ósköpunum er ég að fjalla um endalokin á þessum kyrrláta og góða tíma sem aðventan er“? Svarið er einfaldlega „að guðspjall dagsins [Lúkas, 21:25-33] fjallar um komu Jesú hina síðari er ‚himinn og jörð munu líða undir lok“, sem sýnir skýrt að með endurkomunni er „ekki einvörðungu um að ræða friðsama birtingu jólabarnsins“. Eins og tæplega helmingur Bandaríkjamanna virðist Bolli trúa að Jesú sé væntanlegur með sverð í hendi. „Já, Jesús kemur fyrr en varir á skýi og mun dæma lifendur og dauða eins og við kristið fólk höfum játað og játum enn.“ Eina leiðin til þess að forðast skapofsa „jólabarnsins“ er að mati Bolla stöðugur undirbúningur, sem hlýtur að fela í sér að meðtaka kristna trú og rækta hana, „þannig að koma hans verði okkur í raun ekki til dóms, heldur til hjálpræðis“. Nú ætti öllum að vera ljóst að Biblían boðar heimsendi, sem mun bresta á fyrr eða síðar. Skiptir þá litlu hvort ummerki hans megi greina í samtímanum, eins og áróðursmeistarar sjónvarpsstöðvarinnar Ómega halda fram, eða hvort hann muni koma okkur að óvörum, eins og Bolli ýjar að. Þá mun hinn friðsami Jesú skólakristinfræðinnar snúa aftur til jarðar í vondu skapi og fara, eins og Bolli gefur í skyn, með ófriði gegn öllum þeim sem ekki á hann trúa. Nú skil ég eina ástæðu þess að sr. Birgir Ásgeirsson, sem ég gagnrýndi nýlega í greininni „Þjóðkirkjan, umburðarlyndi og heimska“ (Fbl., 21/12, 2006), kallar alla þá sem hafna meintri tilvist Guðs kristinnar, þ.e. á fimmta milljarð einstaklinga, „heimskingja“: Þeir sem ekki játa trú á „jólabarnið“ eiga líklega yfir höfði sér dauðadóm þegar „það“ snýr aftur til jarðar. Höfundur er doktor í vísindasagnfræði.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar