Skoðun

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs

Sæll Gunnar

Hversu lengi ætlar þú að skella skollaeyrum við óánægju íbúa á Kársnesi vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á svæðinu?

Mér brá þegar ég las svar þitt í Fréttablaðinu (21.júli 07) við áhyggjum íbúa hér. Ætlar þú að slá ryki í augun á fólki með því að einfalda mengunarmálin á svo ótrúlegan hátt eða gerir þú þér í raun ekki betur grein fyrir áhrifum af margfaldri bílaumferð hér? Að sjálfsögðu er ekki aðeins um svifryk af nagladekkum að ræða heldur um hávaðamengun og loftmengun frá bílaútbæstri almennt auk slysahættu fyrir gangandi vegfarendur ekki síðst börn.

Kársnesið er botnlangi þar sem öll umferð verður að fara í gegnum flöskuháls til að komast af svæðinu. Fyrirhugað skipulag þýðir ekkert annað en að troða í botnlangann þannig að hann springi. Slíkt væri ekkert annað en stórslys í byggingarmálum og algjör rangtúlkun á hugmyndinni um þéttingu byggðar.

Höfundur er íbúi við Kópavogsbraut.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×