Eftirlit flytur í bankahverfi 25. júlí 2007 00:01 Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26. Eftirlitið hóf starfsemi sína á Rauðarárstígnum í húsnæði sem Samkeppnisstofnun og Verðlagsstofnun höfðu áður til umráða. Húsnæðið þótti óhentugt og var því ákveðið að finna stofnuninni nýjan stað og hlýtur að vera vel við hæfi að sá staður sé á „Wall Street" Íslands, fjármálahverfinu í Borgartúni. Svo er líka blússandi samkeppni um húsnæði á þessum slóðum.Landið er ei lengur eylandÍ nýjasta hefti Vísbendingar er fjallað um þróun alþjóðaviðskipta hér á landi. Hann bendir á að á tuttugustu öldinni hafi, þótt landið væri alþjóðlegt viðskiptaland, verið lítið sem ekkert inn- og útstreymi fjárfestinga. „Á þeim vettvangi var Ísland eyland," segir í Vísbendingu. Samanburður úr talnasafni OECD sýnir hins vegar að ný öld hafi táknað nýja tíma þar sem inn- og útstreymi fjárfestinga tók stökkbreytingum.Innflæði beinna erlendra fjárfestinga nam í fyrra 24 prósentum af vergri landsframleiðslu og útflæði 47 prósentum, sem er sagt mun hærra hlutfall en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Með öðrum orðum, Ísland er ekkert eyland lengur."Nýja nafngift, takkOMX Iceland 15, úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sem áður hét ICEX-15, ber ekki lengur nafn með rentu í kjölfar afskráningar Actavis, því einungis eru þrettán félög eftir í vísitölunni. Actavis er annað félagið sem hverfur úr vísitölunni á árinu, en áður höfðu 365 Miðlar horfið á braut eftir að ljóst varð að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði til að teljast hluti af vísitölunni. Þá er einungis tímaspursmál hvenær yfirtöku Baugs á Mosaic Fashions lýkur, og því ljóst að brátt verða einungis tólf félög eftir í vísitölunni. Af því tilefni er spurt hvort ekki þurfi að huga að nýrri nafngift á vísitöluna? Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26. Eftirlitið hóf starfsemi sína á Rauðarárstígnum í húsnæði sem Samkeppnisstofnun og Verðlagsstofnun höfðu áður til umráða. Húsnæðið þótti óhentugt og var því ákveðið að finna stofnuninni nýjan stað og hlýtur að vera vel við hæfi að sá staður sé á „Wall Street" Íslands, fjármálahverfinu í Borgartúni. Svo er líka blússandi samkeppni um húsnæði á þessum slóðum.Landið er ei lengur eylandÍ nýjasta hefti Vísbendingar er fjallað um þróun alþjóðaviðskipta hér á landi. Hann bendir á að á tuttugustu öldinni hafi, þótt landið væri alþjóðlegt viðskiptaland, verið lítið sem ekkert inn- og útstreymi fjárfestinga. „Á þeim vettvangi var Ísland eyland," segir í Vísbendingu. Samanburður úr talnasafni OECD sýnir hins vegar að ný öld hafi táknað nýja tíma þar sem inn- og útstreymi fjárfestinga tók stökkbreytingum.Innflæði beinna erlendra fjárfestinga nam í fyrra 24 prósentum af vergri landsframleiðslu og útflæði 47 prósentum, sem er sagt mun hærra hlutfall en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Með öðrum orðum, Ísland er ekkert eyland lengur."Nýja nafngift, takkOMX Iceland 15, úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sem áður hét ICEX-15, ber ekki lengur nafn með rentu í kjölfar afskráningar Actavis, því einungis eru þrettán félög eftir í vísitölunni. Actavis er annað félagið sem hverfur úr vísitölunni á árinu, en áður höfðu 365 Miðlar horfið á braut eftir að ljóst varð að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði til að teljast hluti af vísitölunni. Þá er einungis tímaspursmál hvenær yfirtöku Baugs á Mosaic Fashions lýkur, og því ljóst að brátt verða einungis tólf félög eftir í vísitölunni. Af því tilefni er spurt hvort ekki þurfi að huga að nýrri nafngift á vísitöluna?
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira