Kristni stendur á traustum grunni Ágúst Valgarð Ólafsson skrifar 27. júlí 2007 06:00 Mér var bent á grein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn (bls. 18), sem bar yfirskriftina „Viðheldur fáfræði kristninni?" Ég ætla ekki að mæla því bót að menn verji eða vinni að framgangi málstaðar með því að forðast tilteknar staðreyndir, eða með því að lifa gegn eigin sannfæringu. Enginn ætti að predika það sem hann trúir ekki innst inni. Þess finnast dæmi að fáfræði hafi viðhaldið kristni. Ég er hins vegar ósammála því að svo sé enn í dag fyrir hugsandi fólk sem kynnir sér málið. Það þarf einnig að hafa í huga að rök með blekkingum merkja ekki endilega að það sem er rökstutt sé rangt.Er Guð til?Steindór vitnar í þrjár bækur eftir Bart D. Ehrman. 28 mars 2006 áttu sér stað rökræður á milli Ehrmans og Williams Lane Craig um spurninguna „Eru sagnfræðileg rök fyrir upprisu Jesú?" Handrit af rökræðunum má finna áhttp://www.holycross.edu/departments/crec/website/resurrdebate.htm.Það sem raunverulega er tekist á um í rökræðum Ehrmans og Craigs er spurningin um tilvist Guðs. Þeir sem afneita tilvist Guðs geta ekki samþykkt kraftaverk sem útskýringu á sögulegum atburði. Þegar Ehrman segir að engin sagnfræðileg rök séu til um upprisuna, er hann í raun að segja að upprisan sé ekki besta skýringin á þeim ummerkjum (e. evidence) sem við höfum, en ekki að það séu engin ummerki. Ehrman afneitar tilvist Guðs (eða efast stórlega) og getur því ekki samþykkt kraftaverk sem sögulegan atburð. Niðurstaða Ehrmans er því sú að það séu engin söguleg rök fyrir upprisu Jesú.A.m.k. fjögur sagnfræðileg rök blasa hins vegar við þeim sem samþykkir tilvist Guðs, nefnilega (1) greftrun Jesú, (2) tóm gröf, (3) Jesú birtist lærisveinum sínum upprisinn og loks (4) útskýring á sannfæringu lærisveina Jesú um upprisuna.Heimsendir og fjölskyldugildiSteindór vitnar í orð Ehrmans um að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og því hafi Hann ekkert kært sig um hefðbundin fjölskyldugildi og að alla síðustu öld hafi þetta verið sú mynd af Jesú sem meirihluti fræðimanna aðhylltist. Jesús sagði fyrir um endi þess heims sem við lifum í nú og umbreytingu yfir í annarsskonar heim. Hann er því vissulega „heimsendaspámaður" að mínu viti. Hvort Hann kærði sig ekkert um hefðbundin fjölskyldugildi fer bæði eftir því hvernig við skiljum boðskap Jesú og svo því hvað við flokkum sem hefðbundin fjölskyldugildi. Guðleysingi spyr Guð vitaskuld ekki að því hvaða fjölskyldugildi Guð hefur heldur leitar annað. Upphafspunktur guðleysingjans er ekki hjá Guði.Sá sem raunverulega trúir á tilvist Guðs skilur hins vegar að skilgreining á góðum fjölskyldugildum er ekki að finna í eigin ranni heldur hjá Guði, sem í upphafi hannaði bæði heiminn, hjónabandið og fjölskylduna. Kristinn maður reynir því að skilja fjölskyldugildi Guðs eftir bestu getu, að gera Guðs gildi að sínum eigin. Það er því við því að búast að ókristnir menn álíti Jesú hafa kært sig kollóttan um það sem þeir kalla hefðbundin fjölskyldugildi. Ef fjölskyldulíf fræðimanna eins og Paul Tillich bar að einhverju leyti vitni um hvað þeir álitu hefðbundin fjölskyldugildi er gott að þeir sáu Jesú ekki undirstrika þau. Þó að meirihluti fræðimanna sé á tiltekinni skoðun sannar það ekki að þeir hafi rétt fyrir sér eins og Ehrman bendir sjálfur á í rökræðum sínum við Craig (sjá bls. 19).Var Biblíunni breytt á fjórðu öld?Steindór vitnar svo í aðra bók eftir Ehrman þar sem segir „biblíuhandritunum var breytt." Þetta er einfaldlega ekki rétt, sjáhttp://www.agust.org/dvcisl.pdf. Það er tvennt sem er til umræðu hér. Annars vegar ásakanir um að einstökum bókum Biblíunnar hafi verið breytt, hins vegar það ferli að ákvarða hvaða bækur yrðu „inni" og hverjar „úti" þegar Nýja Testamentið var sett saman. Heimildir sýna að á fjórðu öld var einfaldlega staðfest það sem þegar hafði verið venja í yfir 200 ár hjá heilbrigðum kirkjum og leiðtogum þeirra. Það er tekið fram í íslensku biblíunni að seinustu vers Markúsarguðspjalls vantar í sum handrit. Það er enginn feluleikur hér. Ekkert mikilvægt í kristinni trú stendur né fellur með þessum versum né öðrum versum sem vantar í sum handrit.Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Mér var bent á grein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn (bls. 18), sem bar yfirskriftina „Viðheldur fáfræði kristninni?" Ég ætla ekki að mæla því bót að menn verji eða vinni að framgangi málstaðar með því að forðast tilteknar staðreyndir, eða með því að lifa gegn eigin sannfæringu. Enginn ætti að predika það sem hann trúir ekki innst inni. Þess finnast dæmi að fáfræði hafi viðhaldið kristni. Ég er hins vegar ósammála því að svo sé enn í dag fyrir hugsandi fólk sem kynnir sér málið. Það þarf einnig að hafa í huga að rök með blekkingum merkja ekki endilega að það sem er rökstutt sé rangt.Er Guð til?Steindór vitnar í þrjár bækur eftir Bart D. Ehrman. 28 mars 2006 áttu sér stað rökræður á milli Ehrmans og Williams Lane Craig um spurninguna „Eru sagnfræðileg rök fyrir upprisu Jesú?" Handrit af rökræðunum má finna áhttp://www.holycross.edu/departments/crec/website/resurrdebate.htm.Það sem raunverulega er tekist á um í rökræðum Ehrmans og Craigs er spurningin um tilvist Guðs. Þeir sem afneita tilvist Guðs geta ekki samþykkt kraftaverk sem útskýringu á sögulegum atburði. Þegar Ehrman segir að engin sagnfræðileg rök séu til um upprisuna, er hann í raun að segja að upprisan sé ekki besta skýringin á þeim ummerkjum (e. evidence) sem við höfum, en ekki að það séu engin ummerki. Ehrman afneitar tilvist Guðs (eða efast stórlega) og getur því ekki samþykkt kraftaverk sem sögulegan atburð. Niðurstaða Ehrmans er því sú að það séu engin söguleg rök fyrir upprisu Jesú.A.m.k. fjögur sagnfræðileg rök blasa hins vegar við þeim sem samþykkir tilvist Guðs, nefnilega (1) greftrun Jesú, (2) tóm gröf, (3) Jesú birtist lærisveinum sínum upprisinn og loks (4) útskýring á sannfæringu lærisveina Jesú um upprisuna.Heimsendir og fjölskyldugildiSteindór vitnar í orð Ehrmans um að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og því hafi Hann ekkert kært sig um hefðbundin fjölskyldugildi og að alla síðustu öld hafi þetta verið sú mynd af Jesú sem meirihluti fræðimanna aðhylltist. Jesús sagði fyrir um endi þess heims sem við lifum í nú og umbreytingu yfir í annarsskonar heim. Hann er því vissulega „heimsendaspámaður" að mínu viti. Hvort Hann kærði sig ekkert um hefðbundin fjölskyldugildi fer bæði eftir því hvernig við skiljum boðskap Jesú og svo því hvað við flokkum sem hefðbundin fjölskyldugildi. Guðleysingi spyr Guð vitaskuld ekki að því hvaða fjölskyldugildi Guð hefur heldur leitar annað. Upphafspunktur guðleysingjans er ekki hjá Guði.Sá sem raunverulega trúir á tilvist Guðs skilur hins vegar að skilgreining á góðum fjölskyldugildum er ekki að finna í eigin ranni heldur hjá Guði, sem í upphafi hannaði bæði heiminn, hjónabandið og fjölskylduna. Kristinn maður reynir því að skilja fjölskyldugildi Guðs eftir bestu getu, að gera Guðs gildi að sínum eigin. Það er því við því að búast að ókristnir menn álíti Jesú hafa kært sig kollóttan um það sem þeir kalla hefðbundin fjölskyldugildi. Ef fjölskyldulíf fræðimanna eins og Paul Tillich bar að einhverju leyti vitni um hvað þeir álitu hefðbundin fjölskyldugildi er gott að þeir sáu Jesú ekki undirstrika þau. Þó að meirihluti fræðimanna sé á tiltekinni skoðun sannar það ekki að þeir hafi rétt fyrir sér eins og Ehrman bendir sjálfur á í rökræðum sínum við Craig (sjá bls. 19).Var Biblíunni breytt á fjórðu öld?Steindór vitnar svo í aðra bók eftir Ehrman þar sem segir „biblíuhandritunum var breytt." Þetta er einfaldlega ekki rétt, sjáhttp://www.agust.org/dvcisl.pdf. Það er tvennt sem er til umræðu hér. Annars vegar ásakanir um að einstökum bókum Biblíunnar hafi verið breytt, hins vegar það ferli að ákvarða hvaða bækur yrðu „inni" og hverjar „úti" þegar Nýja Testamentið var sett saman. Heimildir sýna að á fjórðu öld var einfaldlega staðfest það sem þegar hafði verið venja í yfir 200 ár hjá heilbrigðum kirkjum og leiðtogum þeirra. Það er tekið fram í íslensku biblíunni að seinustu vers Markúsarguðspjalls vantar í sum handrit. Það er enginn feluleikur hér. Ekkert mikilvægt í kristinni trú stendur né fellur með þessum versum né öðrum versum sem vantar í sum handrit.Höfundur er tölvunarfræðingur.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar