Heimsótti Halifax um helgina 1. ágúst 2007 00:45 Um helgina sótti Geir H. Haarde heim borgina Halifax í Nova Scotia í Kanada. Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. Halifax í Nova Scotia byggist upp að stórum hluta í kringum sjávarútveg og þar er sjávarfang í miklum metum. Borginni er oft líkt við San Francisco í Bandaríkjunum.Mynd/Getty Images Loftferðasamningurinn er sá fyrsti sem gerður er milli ríkjanna og kemur í stað samkomulags frá árinu 2001 sem þá var gert vegna flugs Icelandair til Halifax. HFX News, fréttarit í Halifax, greinir frá heimsókn Geirs og lýsir heimsókn hans á Íslendingaslóðir í Markland nærri gullnámum Moose River, en þangað komu um þrjátíu íslenskar fjölskyldur á árunum 1875 til 1882. „Ég verð að viðurkenna að vitneskja mín um þessa hluti var mjög takmörkuð fyrir komu mína hingað," hefur HFX News eftir forsætisráðherra eftir að hann hafði fundað á sunnudag með Len Goucher, ráðherra ferðamála. Flestir Íslendinganna fluttu á brott svo sem til Gimlis en einhverja afkomendur mun þó enn að finna í Nova Scotia. Í Markland var árið 2000 reist minnismerki um íslensku landnemana. Í Halifax er loftferðasamningi ríkjanna fagnað en Icelandair hefur tekið upp að nýju flug þangað, árstíðabundið til að byrja með, en í maí á næsta ári á að taka upp heilsársflug þangað. Eins eru ráðagerðir um flug til Toronto. Á fundi ráðherranna hafði Goucher orð á sterkri stöðu krónunnar og sagði það gott því Nova Scotia yrði því ákjósanlegur áfangastaður fyrir Islendinga. Haft er eftir Geir Haarde að hann vildi gjarnan sjá viðskipti og fjárfestingu frá Kanada til Íslands líka og kvað ríkisstjórnir landanna mundu vinna að umhverfi þar sem aukin viðskipti fengju blómstrað á milli landanna og þar mundu liggja tækifæri fyrir frumkvöðla. „Við erum með stórt álver í eigu Alcan, en vildum gjarnan sjá annars konar fjárfestingu líka," hefur HFX News eftir Geir Haarde. Viðskipti Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. Halifax í Nova Scotia byggist upp að stórum hluta í kringum sjávarútveg og þar er sjávarfang í miklum metum. Borginni er oft líkt við San Francisco í Bandaríkjunum.Mynd/Getty Images Loftferðasamningurinn er sá fyrsti sem gerður er milli ríkjanna og kemur í stað samkomulags frá árinu 2001 sem þá var gert vegna flugs Icelandair til Halifax. HFX News, fréttarit í Halifax, greinir frá heimsókn Geirs og lýsir heimsókn hans á Íslendingaslóðir í Markland nærri gullnámum Moose River, en þangað komu um þrjátíu íslenskar fjölskyldur á árunum 1875 til 1882. „Ég verð að viðurkenna að vitneskja mín um þessa hluti var mjög takmörkuð fyrir komu mína hingað," hefur HFX News eftir forsætisráðherra eftir að hann hafði fundað á sunnudag með Len Goucher, ráðherra ferðamála. Flestir Íslendinganna fluttu á brott svo sem til Gimlis en einhverja afkomendur mun þó enn að finna í Nova Scotia. Í Markland var árið 2000 reist minnismerki um íslensku landnemana. Í Halifax er loftferðasamningi ríkjanna fagnað en Icelandair hefur tekið upp að nýju flug þangað, árstíðabundið til að byrja með, en í maí á næsta ári á að taka upp heilsársflug þangað. Eins eru ráðagerðir um flug til Toronto. Á fundi ráðherranna hafði Goucher orð á sterkri stöðu krónunnar og sagði það gott því Nova Scotia yrði því ákjósanlegur áfangastaður fyrir Islendinga. Haft er eftir Geir Haarde að hann vildi gjarnan sjá viðskipti og fjárfestingu frá Kanada til Íslands líka og kvað ríkisstjórnir landanna mundu vinna að umhverfi þar sem aukin viðskipti fengju blómstrað á milli landanna og þar mundu liggja tækifæri fyrir frumkvöðla. „Við erum með stórt álver í eigu Alcan, en vildum gjarnan sjá annars konar fjárfestingu líka," hefur HFX News eftir Geir Haarde.
Viðskipti Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira