Reykleysi á veitingastöðum 1. ágúst 2007 05:30 Hér er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjónarhorni hver ávinningurinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða manneskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Í langan tíma hef ég einnig vitað að reykingar hafa ekki aðeins áhrif á reykingamanninn sjálfan heldur líka annað fólk í umhverfinu. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heilbrigðu lífi, vera í góðu formi og líða vel, líkt og ég geri í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri slæmur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reykinga, þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Hingað til hefur reyklaust fólk þurft að anda að sér reyk á flestum veitinga- og skemmtistöðum, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyklausu svæði. Ég vel auðvitað alltaf reyklaust svæði, en það er hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það er alltaf einhver reykur sem berst yfir á reyklausa svæðið og það finnur maður t.d. á lyktinni þegar maður kemur út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga-eða skemmtistað angar maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykingamönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránlegasta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reyki eða reyki ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykingamenn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hefur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frábært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Ég vona að fólk taki þessu á jákvæðan hátt og sem flestir hætti þessum ósið. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það sé flott eða töff í dag að reykja. Það er flott og töff að reykja ekki! Að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir líkama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfum sér og líkama sínum. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veitinga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið laganna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífsstíl. Höfundur er afrekskona í badminton. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Hér er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjónarhorni hver ávinningurinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða manneskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Í langan tíma hef ég einnig vitað að reykingar hafa ekki aðeins áhrif á reykingamanninn sjálfan heldur líka annað fólk í umhverfinu. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heilbrigðu lífi, vera í góðu formi og líða vel, líkt og ég geri í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri slæmur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reykinga, þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Hingað til hefur reyklaust fólk þurft að anda að sér reyk á flestum veitinga- og skemmtistöðum, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyklausu svæði. Ég vel auðvitað alltaf reyklaust svæði, en það er hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það er alltaf einhver reykur sem berst yfir á reyklausa svæðið og það finnur maður t.d. á lyktinni þegar maður kemur út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga-eða skemmtistað angar maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykingamönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránlegasta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reyki eða reyki ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykingamenn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hefur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frábært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Ég vona að fólk taki þessu á jákvæðan hátt og sem flestir hætti þessum ósið. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það sé flott eða töff í dag að reykja. Það er flott og töff að reykja ekki! Að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir líkama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfum sér og líkama sínum. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veitinga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið laganna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífsstíl. Höfundur er afrekskona í badminton.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun