Tími almennings er kominn 1. ágúst 2007 05:00 Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun