Sóknarfæri með breyttri sýn Helga Björg Ragnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2007 08:00 Á fundi leikskólaráðs á miðvikudaginn var samþykkt tillaga frá Vinstri grænum sem markaði tímamót í ýmsum skilningi. Í tillögunni fólust tilmæli um að nýta ákvæði kjarasamnings til tímabundinna greiðslna til að bregðast við tímabundnum aðstæðum á vinnumarkaði sem leiða af sér meira starfsálag. Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í gær var svo samþykkt tillaga ráðsins um að nýta launarammann með svipuðum hætti, mögulega með álagsgreiðslum til þess starfsfólks sem starfar á frístundaheimilum undir miklu álagi sömuleiðis.Var tillögunni vísað til meðferðar í samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði. Borgin viðurkennir álagiðSvandís SvavarsdóttirÁ leikskólum Reykjavíkur er auk leikskólakennara fjöldi starfsmanna sem á aðild að samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og önnur stéttarfélög. Það má öllum vera ljóst að álagið á starfsfólk leikskólanna er gríðarlegt við þær aðstæður sem nú er uppi og gildir þá einu í hvaða stéttarfélagi fólk er. Á umræddum fundi Leikskólaráðs var aðeins samningur Félags leikskólakennara til umfjöllunar en má ljóst vera að í þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á fundinum fólst viðurkenning á álaginu á allt starfsfólk leikskólanna og vilji til að koma til móts við það með einhverjum þeim hætti sem rúmast innan launarammans. Kjaramálin á dagskráÞví ber að fagna að borgaryfirvöld vilja koma til móts við sitt starfsfólk að þessu leyti og sérstaklega þeim kjarki sem kom fram á fundi leikskólaráðs þegar samþykkt var að kjaramálin væru tekin þar á dagskrá. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn láti sig kjaramálin varða og átti sig á og viðurkenni þá staðreynd að þau verða ekki rofin úr samhengi við umræðu um þjónustu borgarinnar, faglega umræðu og aðra þætti sem ræddir eru á fundum fagráða. Starfsfólk borgarinnar þarf að búa við gott og stöðugt starfsumhverfi til að geta rækt sitt starf og til að borgin geti verið stolt af þeirri þjónustu sem hún veitir ekki síst við börn og ungmenni. Allt upp á borðiðÁ umræddum fundi leikskólaráðs var sömuleiðis samþykkt tillaga um að kalla eftir upplýsingum um allar launagreiðslur borgarinnar, samkvæmt taxta, yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur skipt eftir sviðum. Það er afar brýnt að allar upplýsingar um launamál séu hiklaust uppi á borðinu því að á grundvelli upplýsinga er unnt að ræða málin, gera tillögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Laun eru einn stærsti útgjaldaliður borgarinnar og þáttur sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða, hvernig þeim er skipt með tilliti til starfsstétta, kynja og svo framvegis. Opin umræða og nýir möguleikarÞað sóknarfæri sem myndaðist á fundi leikskólaráðs fyrir alla sem vilja betri kjör, betri borg og betri þjónustu eigum við öll að nýta okkur, stéttarfélög, stjórnmálamenn og borgarbúar allir. Með opinni kjaraumræðu með fullri þátttöku stjórnmálanna komumst við lengra fram á veginn í þágu barnanna og framtíðarinnar.Helga Björg er full-trúi VG í leikskólaráði og Svandís borgarfulltrúi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Á fundi leikskólaráðs á miðvikudaginn var samþykkt tillaga frá Vinstri grænum sem markaði tímamót í ýmsum skilningi. Í tillögunni fólust tilmæli um að nýta ákvæði kjarasamnings til tímabundinna greiðslna til að bregðast við tímabundnum aðstæðum á vinnumarkaði sem leiða af sér meira starfsálag. Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í gær var svo samþykkt tillaga ráðsins um að nýta launarammann með svipuðum hætti, mögulega með álagsgreiðslum til þess starfsfólks sem starfar á frístundaheimilum undir miklu álagi sömuleiðis.Var tillögunni vísað til meðferðar í samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði. Borgin viðurkennir álagiðSvandís SvavarsdóttirÁ leikskólum Reykjavíkur er auk leikskólakennara fjöldi starfsmanna sem á aðild að samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og önnur stéttarfélög. Það má öllum vera ljóst að álagið á starfsfólk leikskólanna er gríðarlegt við þær aðstæður sem nú er uppi og gildir þá einu í hvaða stéttarfélagi fólk er. Á umræddum fundi Leikskólaráðs var aðeins samningur Félags leikskólakennara til umfjöllunar en má ljóst vera að í þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á fundinum fólst viðurkenning á álaginu á allt starfsfólk leikskólanna og vilji til að koma til móts við það með einhverjum þeim hætti sem rúmast innan launarammans. Kjaramálin á dagskráÞví ber að fagna að borgaryfirvöld vilja koma til móts við sitt starfsfólk að þessu leyti og sérstaklega þeim kjarki sem kom fram á fundi leikskólaráðs þegar samþykkt var að kjaramálin væru tekin þar á dagskrá. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn láti sig kjaramálin varða og átti sig á og viðurkenni þá staðreynd að þau verða ekki rofin úr samhengi við umræðu um þjónustu borgarinnar, faglega umræðu og aðra þætti sem ræddir eru á fundum fagráða. Starfsfólk borgarinnar þarf að búa við gott og stöðugt starfsumhverfi til að geta rækt sitt starf og til að borgin geti verið stolt af þeirri þjónustu sem hún veitir ekki síst við börn og ungmenni. Allt upp á borðiðÁ umræddum fundi leikskólaráðs var sömuleiðis samþykkt tillaga um að kalla eftir upplýsingum um allar launagreiðslur borgarinnar, samkvæmt taxta, yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur skipt eftir sviðum. Það er afar brýnt að allar upplýsingar um launamál séu hiklaust uppi á borðinu því að á grundvelli upplýsinga er unnt að ræða málin, gera tillögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Laun eru einn stærsti útgjaldaliður borgarinnar og þáttur sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða, hvernig þeim er skipt með tilliti til starfsstétta, kynja og svo framvegis. Opin umræða og nýir möguleikarÞað sóknarfæri sem myndaðist á fundi leikskólaráðs fyrir alla sem vilja betri kjör, betri borg og betri þjónustu eigum við öll að nýta okkur, stéttarfélög, stjórnmálamenn og borgarbúar allir. Með opinni kjaraumræðu með fullri þátttöku stjórnmálanna komumst við lengra fram á veginn í þágu barnanna og framtíðarinnar.Helga Björg er full-trúi VG í leikskólaráði og Svandís borgarfulltrúi VG.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar