Þannig er laganna hljóðan Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 24. ágúst 2007 06:00 Þorsteinn Pálsson gerir ummæli mín um hugmyndir um olíuhreinsistöð að umfjöllunarefni í ritstjórnargrein 22. ágúst sl. Þar sér hann ástæðu til að taka nýjan umhverfisráðherra í kennslustund í stjórnsýslufræðum og segir m.a.: „Hlutverk stjórnvalda er að sjá um að farið sé að lögbundnum leikreglum. Í regluverki og hugmyndaheimi liðins tíma gátu stjórnvöld fyrir fram gert sumar hugmyndir að gæluverkefnu en lagt stein í götu annarra. Nokkuð eimir eftir af þessum gamla tíðaranda í yfirlýsingum umhverfisráðherra.“ Lögunum fylgtEkki fæ ég skilið hvaða yfirlýsingar mínar gefa ritstjóranum tilefni til að draga þá ályktun að umhverfisráðherra vilji ekki fylgja lögum landsins. Aðspurð hef ég greint frá því að ríkisvaldið stöðvi ekki framkvæmdir sem uppfylla skilyrði laga, m.a. þau sem lúta að útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ég hef hins vegar ekki leynt þeirri skoðun minni að mér líst illa á að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Ekki þekki ég þann lagabókstaf sem bannar ráðherrum að hafa skoðun á málefnum lands og þjóðar. Kannski ritstjórinn viti betur. Skammt á veg komiðAð öðru leyti hef ég í umræðum um olíuhreinsistöð lagt áherslu á að málið sé komið mjög skammt á veg þrátt fyrir að umræða í fjölmiðlum bendi til annars. Því hefur verið haldið fram að framkvæmdir við olíuhreinsunarstöð geti hafist næsta sumar og að í kjölfarið muni 500 ný störf skapast á Vestfjörðum. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér málið vita að framundan er langt ferli sem leiða mun í ljós hagkvæmni og áhrif slíkrar framkvæmdar á umhverfið. Þá eiga hugmyndasmiðir olíuhreinsistöðvar eftir að sækja um losunarheimildir til úthlutunarnefndar en í landinu gilda lög um losun gróðurhúsalofttegunda sem eiga að tryggja að hún verði ekki meiri en alþjóðlegar skuldbindingar Íslands leyfa. Skoðanir einstakra stjórnmálamanna á olíuhreinsistöðvum, þar á meðal mínar, hafa engin áhrif á þær alþjóðlegu skuldbindingar íslenska ríkisins. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson gerir ummæli mín um hugmyndir um olíuhreinsistöð að umfjöllunarefni í ritstjórnargrein 22. ágúst sl. Þar sér hann ástæðu til að taka nýjan umhverfisráðherra í kennslustund í stjórnsýslufræðum og segir m.a.: „Hlutverk stjórnvalda er að sjá um að farið sé að lögbundnum leikreglum. Í regluverki og hugmyndaheimi liðins tíma gátu stjórnvöld fyrir fram gert sumar hugmyndir að gæluverkefnu en lagt stein í götu annarra. Nokkuð eimir eftir af þessum gamla tíðaranda í yfirlýsingum umhverfisráðherra.“ Lögunum fylgtEkki fæ ég skilið hvaða yfirlýsingar mínar gefa ritstjóranum tilefni til að draga þá ályktun að umhverfisráðherra vilji ekki fylgja lögum landsins. Aðspurð hef ég greint frá því að ríkisvaldið stöðvi ekki framkvæmdir sem uppfylla skilyrði laga, m.a. þau sem lúta að útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ég hef hins vegar ekki leynt þeirri skoðun minni að mér líst illa á að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Ekki þekki ég þann lagabókstaf sem bannar ráðherrum að hafa skoðun á málefnum lands og þjóðar. Kannski ritstjórinn viti betur. Skammt á veg komiðAð öðru leyti hef ég í umræðum um olíuhreinsistöð lagt áherslu á að málið sé komið mjög skammt á veg þrátt fyrir að umræða í fjölmiðlum bendi til annars. Því hefur verið haldið fram að framkvæmdir við olíuhreinsunarstöð geti hafist næsta sumar og að í kjölfarið muni 500 ný störf skapast á Vestfjörðum. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér málið vita að framundan er langt ferli sem leiða mun í ljós hagkvæmni og áhrif slíkrar framkvæmdar á umhverfið. Þá eiga hugmyndasmiðir olíuhreinsistöðvar eftir að sækja um losunarheimildir til úthlutunarnefndar en í landinu gilda lög um losun gróðurhúsalofttegunda sem eiga að tryggja að hún verði ekki meiri en alþjóðlegar skuldbindingar Íslands leyfa. Skoðanir einstakra stjórnmálamanna á olíuhreinsistöðvum, þar á meðal mínar, hafa engin áhrif á þær alþjóðlegu skuldbindingar íslenska ríkisins. Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar