Þetta er ekki tímabil sem ég er stoltur af 12. september 2007 00:01 Nick Leeson. Verðbréfamiðlarinn fyrrverandi hefur helstu tekjulind sína í dag af fyrirlestrum um sögu sína hjá Barings-banka, sem varð gjaldþrota af hans sökum árið 1995. Bretinn Nick Leeson flaggar efalítið þeim vafasama titli að vera alræmdasti verðbréfamiðlari í heimi. Hann er umsetinn og eftirsóttur, ekki ósvipað því þegar lögregla og stjórnendur Barings-banka reyndu að hafa hendur í hári hans eftir að hann gerði þennan einn elsta og virðulegasta banka Bretlands, sem stundum var nefndur viðskiptabanki Englandsdrottningar, gjaldþrota í kjölfar vafa- og áhættusamra gjaldeyrisviðskipta í Singapúr fyrir tólf árum. Nick Leeson komst hratt til metorða í fjármálaheiminum. Hann setti fótinn inn fyrir dyrnar í breskum fjármálaheimi í ýmsum láglaunastörfum árið 1982, þá einungis 15 ára gamall, en komst um þremur árum síðar í alvöru starf hjá breska bankanum Coutts&Co, þá undir tvítugu og nýhættur í skóla. Mikill uppgangur var í fjármálalífinu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og mikil eftirspurn eftir nöskum verðbréfamiðlurum. Augu bankamanna beindust meðal annars að Leeson og var hann keyptur yfir til Barings-banka í Lundúnum á milli áranna 1989 og 1990. Þetta var með flottari störfum sem gerðust í bankaheiminum. „Þetta er.... fyrirgefðu, var virðulegur banki með 233 ára sögu," segir Nick Leeson og bendir á að bankinn hafi meðal annars unnið sér til frægðar að koma að fjármögnun Napóleonsstríðanna á árunum 1799 til 1815. Eftir stutta viðdvöl í Lundúnum fluttist Leeson svo til Asíu og aðstoðaði þar við uppbyggingu bankans í Indónesíu og Hong Kong. Með viðkomu í Lundúnum á ný endaði hann svo í Singapúr snemma árs 1992 en þar stýrði hann uppbyggingu framvirkra verðbréfasamninga á vegum bankans í Asíu. „Þetta var ný þjónusta, ný tekjulind fyrir fjármálafyrirtæki á þessum tíma," segir Leeson sem bendir á að Barings-banki hafi hagnast vel á því í upphafi að vera með þeim fyrstu til að fara inn á Asíumarkað með framvirka samninga. Þótt Barings-banki hafi flaggað gamalli og virðulegri sögu vandar Leeson stjórnendum hans ekki söguna, sérstaklega ekki þegar kom að uppbyggingunni í Asíu. „Það var mikið lagt upp úr því að greiða há laun og gera ímyndina út á við trausta. Hæfustu einstaklingarnir fóru auðvitað þangað sem launin voru hæst. Hins vegar var litlum fjármunum varið í stjórnun og öryggisþætti, svo sem í endurskoðun og bakvinnslu," segir hann og bendir á að þetta eigi við um marga aðra banka, jafnt þá sem nú. „Þetta átti sérstaklega við í uppbyggingu bankans í öðrum löndum í Asíu." Leeson fékk nokkuð frjálsar hendur í framvirkum samningum, ekki síst í spákaupmennsku í gjaldeyrisviðskiptum með japanska jenið. Fyrsta árið hjá Barings-banka tryggðu gjaldeyrisviðskipti Leesons bankanum gríðarlegar tekjur, rúmar 10 milljónir breskra punda, sem jafngiltu um tíunda hluta af árstekjum bankans. Leeson segir stjórnendur bankans hafa átt hlut að máli að taumur hans var laus. „Þeir keyrðu auðvitað á hagnaði, en það á nú við um flesta banka," segir hann. Leeson varði háum fjárhæðum í framvirka samninga á vegum bankans frá upphafi. Stjórnendurnir létu málið óhreyft þrátt fyrir að hann færi langt út fyrir heimildir sínar, að því er virtist vegna þeirrar góðu ávöxtunar sem fjármálagjörningar hans skiluðu. „Í mesta lagi gefa bankar heimild fyrir 20 prósentum af eigin fé í gjörninga sem þessa. Ég hafði hins vegar tvöfalt eigið fé í heimildir til gjaldeyrisviðskiptanna," segir hann og bætir við að það hafi ekki verið í neinum takti við almenna skynsemi, ekki hvað síst í fjármálaheiminum, þar sem varfærni er þörf og nauðsyn.Ris og fall í fjármálaheimiNick Leeson var handtekinn í Þýskalandi þegar hann flúði þangað ásamt þáverandi eiginkonu sinni og var framseldur til Singapúr fyrir aðild sína að gjaldþroti Barings-banka.MYND/AFPÁrið 1994 var upphafið að endalokunum. Gengi japanska jensins hrundi í jarðskjálftanum í Kobe það árið og tapaði Leeson eftir því, heilum 208 milljónum punda, sem hann faldi fyrir augum stjórnenda og endurskoðenda á eigin reikningum bankans. Það jókst svo eftir því sem á leið og fór Leeson fram á auknar fjárheimildir til að ná upp í tapið. Það vakti athygli stjórnenda bankans. Þeir könnuðu málið í febrúar árið 1995 og uppgötvuðu að Leeson hafði gengið allt of langt. Tapið nam í raun 800 milljónum punda, sem var meira en sem nam eignasafni bankans.Bankinn var stuttu síðar úrskurðaður gjaldþrota sökum gríðarlegs skuldabagga og varð úr að hollenska fjármála- og tryggingafyrirtækið ING keypti hann fyrir eitt breskt pund, jafnvirði rúmra 133 íslenskra króna að núvirði.Leeson, sem hafði lifað í vellystingum í Singapúr, strauk úr landi ásamt þáverandi eiginkonu sinni til nokkurra Asíulanda. Ferð þeirra endaði í Þýskalandi en þar var hann handtekinn og framseldur aftur til Singapúr. Þar var hann dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir brot sín sem leiddu til gjaldþrots bankans. Fangelsisvistin var Leeson erfið. Eiginkona hans skildi við hann auk þess sem hann greindist með ristilkrabbamein og gekkst undir meðferð við því innan veggja fangelsins.„Ég er stundum spurður: Hefði verið hægt að koma í veg fyrir viðskipti mín?" segir Leeson og svarar spurningunni sjálfur játandi. „Hundruð manna hefðu getað það. En öryggiskerfið var ekki betra en þetta. Það brást algerlega. Ef einungis einn þáttur hefði virkað hefði ekki farið svona fyrir Barings-banka," segir Leeson en leggur jafnframt áherslu á að þetta hreinsi hann ekki af sökinni. „Þetta var allt mér að kenna. Þegar ég er spurður um tímabilið, þá verð ég að játa að þetta er vandræðalegasta tímabil lífs míns. Ég komst í álnir, hátt í metorðastigann. En svo endaði þetta allt á versta veg, algjör katastrófa. Þetta er langt í frá tímabil sem ég er stoltur af," segir hann.Leeson losnaði úr fangelsi árið 1999 eftir þrjú og hálft ár handan rimlanna, fársjúkur þegar út var komið. Innan fangelsismúranna skrifaði hann sína fyrstu bók, Gjörninga (e. Rogue Trader), sem fjallaði um árin hjá Barings-banka og spákaupmennskuna sem leiddi til gjaldþrots bankans. Bókin varð metsölubók sem gagnrýnandi bandaríska dagblaðsins New York Times sagði nauðsynlega fyrir stjórnendur sem endurskoðendur enda væri hún einkar greinargóð lýsing á ástandinu innandyra í Barings-banka þegar Leeson fékk þar lausan tauminn.Kvikmynd var gerð eftir bókinni og var hún frumsýnd mánuði áður en Leeson gekk út í frelsið. Ewan McGregor leikur Leeson í myndinni. En hann gefur henni ekki góða einkunn. „Ég hef séð myndina einu sinni en á ekkert eintak af henni. Mig langar ekki til þess," segir Leeson.Víti til varnaðarNokkuð er um liðið frá því Nick Leeson fékk frelsið. Hann fagnaði fertugsafmæli fyrr á árinu, er giftur á ný og þriggja barna faðir auk þess sem hann flaggar nýlegri gráðu í sálfræði sem gerði honum kleift að skrifa sína aðra bók, kennslurit um það hvernig eigi að takast á við streitu. Þá er hann framkvæmdastjóri fótboltaliðsins í heimabæ sínum, írska knattspyrnufélagsins Galway United, sem situr í níunda sæti í írsku úrvalsdeildinni. Leeson segir reksturinn gefa lítið í aðra hönd; það geri einungis félög í ensku úrvalsdeildinni.Helsta tekjulind hans er hins vegar fyrirlestrar sem hann heldur víða um heim um starf sitt hjá Barings-banka, saga sem er honum hugleikin þrátt fyrir að vera erfið. En tónninn er skýr: „Fjármálaafurðir og áhættustýring eru orðnar gríðarlega flóknar og fáir skilja þær til fulls. En þær eru líka góðar tekjulindir fyrir bankana. Það verður því að fylgjast vel með gangi mála, ekki síst nú þegar óróleiki ríkir á fjármálamörkuðum. Það eru skilaboð mín," segir Nick Leeson.Leeson kemur hingað til lands á miðvikudag í næstu viku en hann heldur erindi um sögu sína hjá Barings-banka á málþingi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík á Nordica-hóteli á fimmtudag klukkan 8:30. Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður.Nánari upplýsingar um málþingið má nálgast á vefsíðu Icebank Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bretinn Nick Leeson flaggar efalítið þeim vafasama titli að vera alræmdasti verðbréfamiðlari í heimi. Hann er umsetinn og eftirsóttur, ekki ósvipað því þegar lögregla og stjórnendur Barings-banka reyndu að hafa hendur í hári hans eftir að hann gerði þennan einn elsta og virðulegasta banka Bretlands, sem stundum var nefndur viðskiptabanki Englandsdrottningar, gjaldþrota í kjölfar vafa- og áhættusamra gjaldeyrisviðskipta í Singapúr fyrir tólf árum. Nick Leeson komst hratt til metorða í fjármálaheiminum. Hann setti fótinn inn fyrir dyrnar í breskum fjármálaheimi í ýmsum láglaunastörfum árið 1982, þá einungis 15 ára gamall, en komst um þremur árum síðar í alvöru starf hjá breska bankanum Coutts&Co, þá undir tvítugu og nýhættur í skóla. Mikill uppgangur var í fjármálalífinu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og mikil eftirspurn eftir nöskum verðbréfamiðlurum. Augu bankamanna beindust meðal annars að Leeson og var hann keyptur yfir til Barings-banka í Lundúnum á milli áranna 1989 og 1990. Þetta var með flottari störfum sem gerðust í bankaheiminum. „Þetta er.... fyrirgefðu, var virðulegur banki með 233 ára sögu," segir Nick Leeson og bendir á að bankinn hafi meðal annars unnið sér til frægðar að koma að fjármögnun Napóleonsstríðanna á árunum 1799 til 1815. Eftir stutta viðdvöl í Lundúnum fluttist Leeson svo til Asíu og aðstoðaði þar við uppbyggingu bankans í Indónesíu og Hong Kong. Með viðkomu í Lundúnum á ný endaði hann svo í Singapúr snemma árs 1992 en þar stýrði hann uppbyggingu framvirkra verðbréfasamninga á vegum bankans í Asíu. „Þetta var ný þjónusta, ný tekjulind fyrir fjármálafyrirtæki á þessum tíma," segir Leeson sem bendir á að Barings-banki hafi hagnast vel á því í upphafi að vera með þeim fyrstu til að fara inn á Asíumarkað með framvirka samninga. Þótt Barings-banki hafi flaggað gamalli og virðulegri sögu vandar Leeson stjórnendum hans ekki söguna, sérstaklega ekki þegar kom að uppbyggingunni í Asíu. „Það var mikið lagt upp úr því að greiða há laun og gera ímyndina út á við trausta. Hæfustu einstaklingarnir fóru auðvitað þangað sem launin voru hæst. Hins vegar var litlum fjármunum varið í stjórnun og öryggisþætti, svo sem í endurskoðun og bakvinnslu," segir hann og bendir á að þetta eigi við um marga aðra banka, jafnt þá sem nú. „Þetta átti sérstaklega við í uppbyggingu bankans í öðrum löndum í Asíu." Leeson fékk nokkuð frjálsar hendur í framvirkum samningum, ekki síst í spákaupmennsku í gjaldeyrisviðskiptum með japanska jenið. Fyrsta árið hjá Barings-banka tryggðu gjaldeyrisviðskipti Leesons bankanum gríðarlegar tekjur, rúmar 10 milljónir breskra punda, sem jafngiltu um tíunda hluta af árstekjum bankans. Leeson segir stjórnendur bankans hafa átt hlut að máli að taumur hans var laus. „Þeir keyrðu auðvitað á hagnaði, en það á nú við um flesta banka," segir hann. Leeson varði háum fjárhæðum í framvirka samninga á vegum bankans frá upphafi. Stjórnendurnir létu málið óhreyft þrátt fyrir að hann færi langt út fyrir heimildir sínar, að því er virtist vegna þeirrar góðu ávöxtunar sem fjármálagjörningar hans skiluðu. „Í mesta lagi gefa bankar heimild fyrir 20 prósentum af eigin fé í gjörninga sem þessa. Ég hafði hins vegar tvöfalt eigið fé í heimildir til gjaldeyrisviðskiptanna," segir hann og bætir við að það hafi ekki verið í neinum takti við almenna skynsemi, ekki hvað síst í fjármálaheiminum, þar sem varfærni er þörf og nauðsyn.Ris og fall í fjármálaheimiNick Leeson var handtekinn í Þýskalandi þegar hann flúði þangað ásamt þáverandi eiginkonu sinni og var framseldur til Singapúr fyrir aðild sína að gjaldþroti Barings-banka.MYND/AFPÁrið 1994 var upphafið að endalokunum. Gengi japanska jensins hrundi í jarðskjálftanum í Kobe það árið og tapaði Leeson eftir því, heilum 208 milljónum punda, sem hann faldi fyrir augum stjórnenda og endurskoðenda á eigin reikningum bankans. Það jókst svo eftir því sem á leið og fór Leeson fram á auknar fjárheimildir til að ná upp í tapið. Það vakti athygli stjórnenda bankans. Þeir könnuðu málið í febrúar árið 1995 og uppgötvuðu að Leeson hafði gengið allt of langt. Tapið nam í raun 800 milljónum punda, sem var meira en sem nam eignasafni bankans.Bankinn var stuttu síðar úrskurðaður gjaldþrota sökum gríðarlegs skuldabagga og varð úr að hollenska fjármála- og tryggingafyrirtækið ING keypti hann fyrir eitt breskt pund, jafnvirði rúmra 133 íslenskra króna að núvirði.Leeson, sem hafði lifað í vellystingum í Singapúr, strauk úr landi ásamt þáverandi eiginkonu sinni til nokkurra Asíulanda. Ferð þeirra endaði í Þýskalandi en þar var hann handtekinn og framseldur aftur til Singapúr. Þar var hann dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir brot sín sem leiddu til gjaldþrots bankans. Fangelsisvistin var Leeson erfið. Eiginkona hans skildi við hann auk þess sem hann greindist með ristilkrabbamein og gekkst undir meðferð við því innan veggja fangelsins.„Ég er stundum spurður: Hefði verið hægt að koma í veg fyrir viðskipti mín?" segir Leeson og svarar spurningunni sjálfur játandi. „Hundruð manna hefðu getað það. En öryggiskerfið var ekki betra en þetta. Það brást algerlega. Ef einungis einn þáttur hefði virkað hefði ekki farið svona fyrir Barings-banka," segir Leeson en leggur jafnframt áherslu á að þetta hreinsi hann ekki af sökinni. „Þetta var allt mér að kenna. Þegar ég er spurður um tímabilið, þá verð ég að játa að þetta er vandræðalegasta tímabil lífs míns. Ég komst í álnir, hátt í metorðastigann. En svo endaði þetta allt á versta veg, algjör katastrófa. Þetta er langt í frá tímabil sem ég er stoltur af," segir hann.Leeson losnaði úr fangelsi árið 1999 eftir þrjú og hálft ár handan rimlanna, fársjúkur þegar út var komið. Innan fangelsismúranna skrifaði hann sína fyrstu bók, Gjörninga (e. Rogue Trader), sem fjallaði um árin hjá Barings-banka og spákaupmennskuna sem leiddi til gjaldþrots bankans. Bókin varð metsölubók sem gagnrýnandi bandaríska dagblaðsins New York Times sagði nauðsynlega fyrir stjórnendur sem endurskoðendur enda væri hún einkar greinargóð lýsing á ástandinu innandyra í Barings-banka þegar Leeson fékk þar lausan tauminn.Kvikmynd var gerð eftir bókinni og var hún frumsýnd mánuði áður en Leeson gekk út í frelsið. Ewan McGregor leikur Leeson í myndinni. En hann gefur henni ekki góða einkunn. „Ég hef séð myndina einu sinni en á ekkert eintak af henni. Mig langar ekki til þess," segir Leeson.Víti til varnaðarNokkuð er um liðið frá því Nick Leeson fékk frelsið. Hann fagnaði fertugsafmæli fyrr á árinu, er giftur á ný og þriggja barna faðir auk þess sem hann flaggar nýlegri gráðu í sálfræði sem gerði honum kleift að skrifa sína aðra bók, kennslurit um það hvernig eigi að takast á við streitu. Þá er hann framkvæmdastjóri fótboltaliðsins í heimabæ sínum, írska knattspyrnufélagsins Galway United, sem situr í níunda sæti í írsku úrvalsdeildinni. Leeson segir reksturinn gefa lítið í aðra hönd; það geri einungis félög í ensku úrvalsdeildinni.Helsta tekjulind hans er hins vegar fyrirlestrar sem hann heldur víða um heim um starf sitt hjá Barings-banka, saga sem er honum hugleikin þrátt fyrir að vera erfið. En tónninn er skýr: „Fjármálaafurðir og áhættustýring eru orðnar gríðarlega flóknar og fáir skilja þær til fulls. En þær eru líka góðar tekjulindir fyrir bankana. Það verður því að fylgjast vel með gangi mála, ekki síst nú þegar óróleiki ríkir á fjármálamörkuðum. Það eru skilaboð mín," segir Nick Leeson.Leeson kemur hingað til lands á miðvikudag í næstu viku en hann heldur erindi um sögu sína hjá Barings-banka á málþingi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík á Nordica-hóteli á fimmtudag klukkan 8:30. Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður.Nánari upplýsingar um málþingið má nálgast á vefsíðu Icebank
Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira