Bankar í krísu 12. september 2007 00:01 Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna. Héðan og þaðan Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna.
Héðan og þaðan Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira