Sátt um náttúruvernd Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. september 2007 00:01 Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Annaðhvort aðhyllist landsmenn virkjun náttúruauðlinda til áframhaldandi hagvaxtar, eða náttúruvernd og þar með efnahagslega stöðnun. Þessi afstaða er bæði fjarri öllum veruleika og ólíkleg til árangurs. Það er verkefni stjórnvalda að finna bestu leiðir til þess að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig bæði notið þeirra og nýtt þær. Þetta er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ný verkefnastjórn Í vikunni hófst ríkisstjórnin handa við þetta verk. Þá fór fram fyrsti fundur nýrrar verkefnastjórnar sem undirbýr gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Markmið rammaáætlunarinnar er að skapa faglegar forsendur fyrir ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Formaður stjórnarinnar er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, skipuð í sameiningu af umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Í stjórnina hafa einnig verið skipaðir valinkunnir vísindamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka, svo sem ferðaþjónustunnar, orkufyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka. Starfi ljúki 2009 Lýðræðisleg vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi í starfi stjórnarinnar og hún mun hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á starfstíma sínum, m.a. með kynningarfundum og uppsetningu sérstakrar vefsíðu til upplýsingar um framgang verksins. Stjórnin skal síðan skila skýrslu til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra með heildarmati og flokkun á þeim kostum sem teknir hafa verið til umfjöllunar. Skýrslan á að vera tilbúin fyrir 1. júlí 2009 og í kjölfarið verður tillaga að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Það er von mín að rammaáætlunin verði í senn grundvöllur faglegra og upplýstra ákvarðana í umhverfismálum og sátta um þennan mikilvæga málaflokk hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Annaðhvort aðhyllist landsmenn virkjun náttúruauðlinda til áframhaldandi hagvaxtar, eða náttúruvernd og þar með efnahagslega stöðnun. Þessi afstaða er bæði fjarri öllum veruleika og ólíkleg til árangurs. Það er verkefni stjórnvalda að finna bestu leiðir til þess að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig bæði notið þeirra og nýtt þær. Þetta er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ný verkefnastjórn Í vikunni hófst ríkisstjórnin handa við þetta verk. Þá fór fram fyrsti fundur nýrrar verkefnastjórnar sem undirbýr gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Markmið rammaáætlunarinnar er að skapa faglegar forsendur fyrir ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Formaður stjórnarinnar er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, skipuð í sameiningu af umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Í stjórnina hafa einnig verið skipaðir valinkunnir vísindamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka, svo sem ferðaþjónustunnar, orkufyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka. Starfi ljúki 2009 Lýðræðisleg vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi í starfi stjórnarinnar og hún mun hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á starfstíma sínum, m.a. með kynningarfundum og uppsetningu sérstakrar vefsíðu til upplýsingar um framgang verksins. Stjórnin skal síðan skila skýrslu til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra með heildarmati og flokkun á þeim kostum sem teknir hafa verið til umfjöllunar. Skýrslan á að vera tilbúin fyrir 1. júlí 2009 og í kjölfarið verður tillaga að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Það er von mín að rammaáætlunin verði í senn grundvöllur faglegra og upplýstra ákvarðana í umhverfismálum og sátta um þennan mikilvæga málaflokk hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun