Hvíld frá amstri fjármálaheimsins 7. nóvember 2007 00:01 Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital og motocross-unnandi. Mynd / Unnar Helgason Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“ Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“
Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira