Emil spilaði vel í nýrri stöðu á vellinum 8. nóvember 2007 00:01 Emil tekur hér hressilega á gulldrengnum Francesco Totti í leik Reggina og Roma í 3. umferð Serie A. nordicphotos/afp Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A. Við starfinu tók reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en hann hefur áður þjálfað víða í efstu deild á Ítalíu á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta skipti um síðustu helgi þegar liðið sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim og var nálægt því að innbyrða fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Luca Vigiani, miðjumaður Reggina, kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks en heimamenn í Napoli jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Ulivieri sá ástæðu til þess að hrósa Emil Hallfreðssyni sérstaklega fyrir frammistöðu sína í leiknum eins og kom fram í viðtali hans við opinbera heimasíðu Reggina í leikslok. „Emil spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur ekki verið vanur að spila í og ég hafði smávegis áhyggjur af í upphafi leiks, en hann vann vel þá vinnu sem ég setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri ánægður. Emil bar nýjum knattspyrnustjóra sínum líka vel söguna þegar Fréttablaðið átti spjall við hann í gær. „Þetta er gríðarlega reyndur stjóri hér á Ítalíu og það er greinilegt að hann nýtur strax mikillar virðingar innan liðsins því hann er á stuttum tíma búinn að koma inn nýjum hugmyndum sem menn eru tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og kvaðst einnig kunna vel við sig í nýrri stöðu á vellinum. „Mér hafði persónulega gengið vel á vinstri kantinum, en ég fann mig bara mjög vel fyrir aftan framherjana og komst mjög vel frá leiknum. Ég átti að passa sérstaklega upp á György Garics, varnarmiðjumann Napoli, sem byggir upp og stjórnar spilinu mikið til hjá liðinu og það gekk frábærlega hjá mér. Þetta endaði bara á því að hann var að elta mig. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og ég trúi ekki öðru en að fyrsti sigurinn fari að detta í hús hjá okkur,“ sagði Emil. - óþ Ítalski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A. Við starfinu tók reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en hann hefur áður þjálfað víða í efstu deild á Ítalíu á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta skipti um síðustu helgi þegar liðið sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim og var nálægt því að innbyrða fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Luca Vigiani, miðjumaður Reggina, kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks en heimamenn í Napoli jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Ulivieri sá ástæðu til þess að hrósa Emil Hallfreðssyni sérstaklega fyrir frammistöðu sína í leiknum eins og kom fram í viðtali hans við opinbera heimasíðu Reggina í leikslok. „Emil spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur ekki verið vanur að spila í og ég hafði smávegis áhyggjur af í upphafi leiks, en hann vann vel þá vinnu sem ég setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri ánægður. Emil bar nýjum knattspyrnustjóra sínum líka vel söguna þegar Fréttablaðið átti spjall við hann í gær. „Þetta er gríðarlega reyndur stjóri hér á Ítalíu og það er greinilegt að hann nýtur strax mikillar virðingar innan liðsins því hann er á stuttum tíma búinn að koma inn nýjum hugmyndum sem menn eru tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og kvaðst einnig kunna vel við sig í nýrri stöðu á vellinum. „Mér hafði persónulega gengið vel á vinstri kantinum, en ég fann mig bara mjög vel fyrir aftan framherjana og komst mjög vel frá leiknum. Ég átti að passa sérstaklega upp á György Garics, varnarmiðjumann Napoli, sem byggir upp og stjórnar spilinu mikið til hjá liðinu og það gekk frábærlega hjá mér. Þetta endaði bara á því að hann var að elta mig. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og ég trúi ekki öðru en að fyrsti sigurinn fari að detta í hús hjá okkur,“ sagði Emil. - óþ
Ítalski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Sjá meira