Bankar þrifust illa í skjóli ríkisvaldsins Björgvin Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2007 00:01 Frá málþingi í Landsbankanum Jónas Haralz, Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. „Þeir kunna að sigla djarft,“ sagði Jónas um núverandi stjórnendur bankans. Jónasi Haralz, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, var það fullljóst árið 1984 að eðlileg bankastarfsemi gæti ekki komist á hér á landi á meðan bankarnir væru í eigu og undir náinni umsjá ríkisins. Hann segir samt að enginn pólitískur grundvöllur hafi verið fyrir einkavæðingu ríkisbankanna á þeim tíma né fyrirsjáanlegt að hann gæti orðið til. Undir þeim kringumstæðum taldi hann eðlilegt millistig að breyta bönkunum í hlutafélög í eigu ríkisins þar sem fylgt væri hliðstæðum stjórnarháttum og tíðkuðust í hlutafélögum almennt. „Þetta myndi gera ríkisbönkunum auðveldara að laga sig að nýjum aðstæðum og keppa við vaxandi einkabanka án þess að styðjast við forréttindi ríkisábyrgðar. Fyrir slíkri breytingu var þó heldur ekki pólitískur grundvöllur á þessum tíma. Það er ekki fyrr en með breytingu Útvegsbankans í hlutafélag og þeim samruna við einkabanka sem því fylgdi sem ný viðhorf koma til sögunnar en þetta gerðist ekki fyrr en undir lok áratugarins,“ skrifar Jónas í Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, sem kom út í síðustu viku og er gefið út af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Grein Jónasar heitir Hefðir og umbreyting og fjallar um störf hans sem bankastjóri Landsbankans árin 1969 til 1988. Jónas rifjaði upp fund með Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra í mars 1988. Fór hann þar yfir stöðu bankans og sagði nauðsynlegt að efla bankann og styrkja í vaxandi samkeppni á peningamarkaðnum. Auka þyrfti eigið fé hans um að minnsta kosti tvo milljarða króna. Breyting bankans í hlutafélagsbanka kæmi mjög til álita. Það var svo aftur árið 1989, þegar Jónas vann í Alþjóðabankanum, að hann fagnaði tilkomu Íslandsbanka í Morgunblaðsgrein. Sagði hann að enn yrði þó meira en helmingur bankakerfisins í ríkiseign. Þeir bankar nytu ríkisábyrgðar jafnframt því sem ætlast væri til að þeir tækju sérstakt tillit til einstakra atvinnugreina og ýmissa annarra sjónarmiða stjórnvalda. Nýjar aðstæður krefðust breytinga. Til að byrja með að breyta bönkunum í hlutafélög. Jónas sagðist hafa litið á hlutafélagavæðingu sem fyrsta skrefið í einkavæðingu bankakerfisins. Ekkert hefði síðan gerst fyrr en 1989 þegar hlutafélagavæðingin gekk eftir. Í upphafi þessarar aldar voru síðan bankarnir seldir. Þá voru um átján ár frá því að Jónasi var fullljóst að ríkið þyrfti að draga saman umsvif sín í bankarekstri. Jónas sagði á málþinginu að honum virtist sem einkavæðingin hefði tekist vel. Hann fylgdist með Landsbankanum og sagði þá sem þar stjórnuðu fara fram af varúð og íhygli. Þeir kynnu að sigla djarft en rifuðu seglin þegar á móti blési. Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Jónasi Haralz, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, var það fullljóst árið 1984 að eðlileg bankastarfsemi gæti ekki komist á hér á landi á meðan bankarnir væru í eigu og undir náinni umsjá ríkisins. Hann segir samt að enginn pólitískur grundvöllur hafi verið fyrir einkavæðingu ríkisbankanna á þeim tíma né fyrirsjáanlegt að hann gæti orðið til. Undir þeim kringumstæðum taldi hann eðlilegt millistig að breyta bönkunum í hlutafélög í eigu ríkisins þar sem fylgt væri hliðstæðum stjórnarháttum og tíðkuðust í hlutafélögum almennt. „Þetta myndi gera ríkisbönkunum auðveldara að laga sig að nýjum aðstæðum og keppa við vaxandi einkabanka án þess að styðjast við forréttindi ríkisábyrgðar. Fyrir slíkri breytingu var þó heldur ekki pólitískur grundvöllur á þessum tíma. Það er ekki fyrr en með breytingu Útvegsbankans í hlutafélag og þeim samruna við einkabanka sem því fylgdi sem ný viðhorf koma til sögunnar en þetta gerðist ekki fyrr en undir lok áratugarins,“ skrifar Jónas í Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, sem kom út í síðustu viku og er gefið út af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Grein Jónasar heitir Hefðir og umbreyting og fjallar um störf hans sem bankastjóri Landsbankans árin 1969 til 1988. Jónas rifjaði upp fund með Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra í mars 1988. Fór hann þar yfir stöðu bankans og sagði nauðsynlegt að efla bankann og styrkja í vaxandi samkeppni á peningamarkaðnum. Auka þyrfti eigið fé hans um að minnsta kosti tvo milljarða króna. Breyting bankans í hlutafélagsbanka kæmi mjög til álita. Það var svo aftur árið 1989, þegar Jónas vann í Alþjóðabankanum, að hann fagnaði tilkomu Íslandsbanka í Morgunblaðsgrein. Sagði hann að enn yrði þó meira en helmingur bankakerfisins í ríkiseign. Þeir bankar nytu ríkisábyrgðar jafnframt því sem ætlast væri til að þeir tækju sérstakt tillit til einstakra atvinnugreina og ýmissa annarra sjónarmiða stjórnvalda. Nýjar aðstæður krefðust breytinga. Til að byrja með að breyta bönkunum í hlutafélög. Jónas sagðist hafa litið á hlutafélagavæðingu sem fyrsta skrefið í einkavæðingu bankakerfisins. Ekkert hefði síðan gerst fyrr en 1989 þegar hlutafélagavæðingin gekk eftir. Í upphafi þessarar aldar voru síðan bankarnir seldir. Þá voru um átján ár frá því að Jónasi var fullljóst að ríkið þyrfti að draga saman umsvif sín í bankarekstri. Jónas sagði á málþinginu að honum virtist sem einkavæðingin hefði tekist vel. Hann fylgdist með Landsbankanum og sagði þá sem þar stjórnuðu fara fram af varúð og íhygli. Þeir kynnu að sigla djarft en rifuðu seglin þegar á móti blési.
Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira