Stormur í vatnsglasi 21. nóvember 2007 00:01 Lokað fyrir almenning? Auðmannaklúbburinn Everlands hefur áhuga á að kaupa laxveiðiár á Íslandi til einkaafnota fyrir meðlimi sína. „Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins. Meðaljónar fá ekki inngöngu í Everlands enda er meðlimagjaldið um sextíu milljónir króna. Klúbburinn hefur að markmiði að kaupa upp náttúruperlur um allan heim. Á heimasíðu hans er Ísland nefnt sem framtíðarskotmark. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa lýst yfir áhyggjum af áætlunum klúbbsins. „Eins og jarðaverð hefur verið að þróast á Íslandi held ég að enginn bíði í röðum til að ná heilli á á Íslandi,“ segir Gísli. „Pínulitlir jarðarskikar eru að seljast á hundrað milljónir sem gefa nokkur hundruð þúsund krónur á ári. Kaupendurnir yrðu að kaupa upp mikinn meirihluta landeignanna við árnar. Til þess þarf að punga út hundruðum milljóna, jafnvel milljarði króna. Ég sé enga yfirvofandi hættu á að það verði.“ Gísli telur að í stað þess að hafa áhyggjur ættu Íslendingar að gleðjast yfir áhuga auðmannanna. Sérstaklega í ljósi þess að áhugi útlendinga á laxveiði á Íslandi hafi dregist saman. „Það er gott að Ísland sé inni á kortinu hvað varðar veiði á alþjóðamarkaði. Við erum að keppa við mjög margar freistingar í veiðibransanum víða um heim.“ - hhs Héðan og þaðan Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
„Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins. Meðaljónar fá ekki inngöngu í Everlands enda er meðlimagjaldið um sextíu milljónir króna. Klúbburinn hefur að markmiði að kaupa upp náttúruperlur um allan heim. Á heimasíðu hans er Ísland nefnt sem framtíðarskotmark. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa lýst yfir áhyggjum af áætlunum klúbbsins. „Eins og jarðaverð hefur verið að þróast á Íslandi held ég að enginn bíði í röðum til að ná heilli á á Íslandi,“ segir Gísli. „Pínulitlir jarðarskikar eru að seljast á hundrað milljónir sem gefa nokkur hundruð þúsund krónur á ári. Kaupendurnir yrðu að kaupa upp mikinn meirihluta landeignanna við árnar. Til þess þarf að punga út hundruðum milljóna, jafnvel milljarði króna. Ég sé enga yfirvofandi hættu á að það verði.“ Gísli telur að í stað þess að hafa áhyggjur ættu Íslendingar að gleðjast yfir áhuga auðmannanna. Sérstaklega í ljósi þess að áhugi útlendinga á laxveiði á Íslandi hafi dregist saman. „Það er gott að Ísland sé inni á kortinu hvað varðar veiði á alþjóðamarkaði. Við erum að keppa við mjög margar freistingar í veiðibransanum víða um heim.“ - hhs
Héðan og þaðan Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira