Mojito í fyrsta sæti hjá báðum kynjum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Guffi galdrar fram einn ferskan mojito. Vinsælasti drykkurinn á börum bæjarins er rommdrykkurinn Mojito. Guffi á 1919 á heiðurinn af landnámi hans hér. Markaðurinn/vilhelm „Mojito er vinsælastur bæði hjá körlum og konum í dag. En þær vilja samt stundum Cosmopolitan," segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi. Þetta er í samræmi við niðurstöður óformlegrar könnunar Markaðarins á vinsælasta drykknum í dag. Mojito hefur verið þekktur hér á landi í nokkur ár en Guffi á talsvert í landnámi hans: „Þegar ég seldi drykkinn á fyrstu árum Apóteksins botnuðu fáir í honum. Það var ekki fyrr en þegar við opnuðum Mojito-barinn við Austurvöll fyrir nokkrum árum sem salan tók kipp. Hún hefur varla farið niður síðan," segir hann. Guffi ætti að þekkja þetta enda er hann líklegast einn þeirra sem best þekkja drykkjarvenjur landans. Guffi rekur nú veitingahúsið á Hótel Radisson SAS 1919 í miðborg Reykjavíkur. Af öðrum vinsælum drykkjum segir Guffi vodka blandaðan í orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið þrátt fyrir vafasamar umfjallanir um hann. „Menn eiga það til að verða of hressir þegar þeir drekka hann," segir Guffi. Kampavínskokkteillinn Kir Royal og Remy Martin voru sömuleiðis nefndir á nafn en þeir þykja vinsælir fordrykkir. Auk Mojito lenti gin í tónik ofarlega á lista í könnuninni. En gin er ekki sama og gin enda bendir Guffi á að fólk geri meiri kröfur til gins nú en áður. Bombay Sapphire og Tanqueray eru þar vinsælustu tegundirnar. „Bombay-ginið er að ná sér á strik. Menn eru tilbúnir að greiða meira fyrir gott gin," segir hann og bætir við að börunum hérlendis hafi að sama skapi fjölgað sem bjóði upp á tónik í litlum flöskum í stað þess að hella nokkrum sinnum úr sömu flöskunni í marga drykki. „Menn eru að fá betra tónik úr þessu. Mun betra en úr dælu eða brúsa," segir Guffi. Þegar einstaka drykkjum sleppir er vinsælast að drekka rauðvín eða hvítvín með mat. Rauðvín frá Mið-Evrópu eru ofarlega á lista á Vox en í nokkrum tilvikum hvítvín frá Bandaríkjunum og Chile þar og á öðrum stöðum. Domaine Laroche Chablis Vaudevey og Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots eru vinsæl á meðal fólks í fjármálageiranum á 101 Hótel í Reykjavík. Flaskan af hvoru tveggja kostar á bilinu átta til ellefu þúsund krónur. „Þeir koma hérna stundum fjórir til fimm strákar og taka saman þrjár flöskur með hamborgara eða lambasteik," segir þjónn á hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka og tónik eða annað álíka. Það fer þó allt eftir því hvort fólk kemur í miðri viku eða um helgar hvað það fær sér." Héðan og þaðan Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
„Mojito er vinsælastur bæði hjá körlum og konum í dag. En þær vilja samt stundum Cosmopolitan," segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi. Þetta er í samræmi við niðurstöður óformlegrar könnunar Markaðarins á vinsælasta drykknum í dag. Mojito hefur verið þekktur hér á landi í nokkur ár en Guffi á talsvert í landnámi hans: „Þegar ég seldi drykkinn á fyrstu árum Apóteksins botnuðu fáir í honum. Það var ekki fyrr en þegar við opnuðum Mojito-barinn við Austurvöll fyrir nokkrum árum sem salan tók kipp. Hún hefur varla farið niður síðan," segir hann. Guffi ætti að þekkja þetta enda er hann líklegast einn þeirra sem best þekkja drykkjarvenjur landans. Guffi rekur nú veitingahúsið á Hótel Radisson SAS 1919 í miðborg Reykjavíkur. Af öðrum vinsælum drykkjum segir Guffi vodka blandaðan í orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið þrátt fyrir vafasamar umfjallanir um hann. „Menn eiga það til að verða of hressir þegar þeir drekka hann," segir Guffi. Kampavínskokkteillinn Kir Royal og Remy Martin voru sömuleiðis nefndir á nafn en þeir þykja vinsælir fordrykkir. Auk Mojito lenti gin í tónik ofarlega á lista í könnuninni. En gin er ekki sama og gin enda bendir Guffi á að fólk geri meiri kröfur til gins nú en áður. Bombay Sapphire og Tanqueray eru þar vinsælustu tegundirnar. „Bombay-ginið er að ná sér á strik. Menn eru tilbúnir að greiða meira fyrir gott gin," segir hann og bætir við að börunum hérlendis hafi að sama skapi fjölgað sem bjóði upp á tónik í litlum flöskum í stað þess að hella nokkrum sinnum úr sömu flöskunni í marga drykki. „Menn eru að fá betra tónik úr þessu. Mun betra en úr dælu eða brúsa," segir Guffi. Þegar einstaka drykkjum sleppir er vinsælast að drekka rauðvín eða hvítvín með mat. Rauðvín frá Mið-Evrópu eru ofarlega á lista á Vox en í nokkrum tilvikum hvítvín frá Bandaríkjunum og Chile þar og á öðrum stöðum. Domaine Laroche Chablis Vaudevey og Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots eru vinsæl á meðal fólks í fjármálageiranum á 101 Hótel í Reykjavík. Flaskan af hvoru tveggja kostar á bilinu átta til ellefu þúsund krónur. „Þeir koma hérna stundum fjórir til fimm strákar og taka saman þrjár flöskur með hamborgara eða lambasteik," segir þjónn á hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka og tónik eða annað álíka. Það fer þó allt eftir því hvort fólk kemur í miðri viku eða um helgar hvað það fær sér."
Héðan og þaðan Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira