Hluthöfum fækkar Björgvin Guðmundsson skrifar 5. desember 2007 00:01 Fundur Fjármálaeftirlitsins um yfirtökureglur Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, hefur velt upp þeirri spurningu hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum. Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku. Héðan og þaðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku.
Héðan og þaðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira