Al Gore ávarpaði gesti Landsbankans 5. desember 2007 00:01 Al Gore hugsar grænt Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna ávarpaði orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, á dögunum. Mynd/Johny Bambury Yfir fjögur hundruð manns hlustuðu á framsöguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desember. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikilvægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – loftslagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfismál væru á baugi í alþjóðlegum markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orkukvóta. Hann óskaði Írum til hamingju með góðan árangur í efnahagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðisleg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslagsbreytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja athygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé skoðun bankans að alþjóðlegum fyrirtækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslagsbreytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að framfylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki samkvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta íslenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjanlegrar orku. Á komandi árum verður umhverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfisstefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endurnýtanlegrar orku. - hhs Héðan og þaðan Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Yfir fjögur hundruð manns hlustuðu á framsöguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desember. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikilvægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – loftslagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfismál væru á baugi í alþjóðlegum markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orkukvóta. Hann óskaði Írum til hamingju með góðan árangur í efnahagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðisleg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslagsbreytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja athygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé skoðun bankans að alþjóðlegum fyrirtækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslagsbreytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að framfylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki samkvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta íslenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjanlegrar orku. Á komandi árum verður umhverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfisstefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endurnýtanlegrar orku. - hhs
Héðan og þaðan Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira