Farsíminn út á lífið Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. desember 2007 00:01 Hrafnhildur Erna, fimm ára dóttir Katrínar, fékk á dögunum sérstakan farsíma fyrir börn. Síminn er af einföldustu gerð; einungis hægt að taka á móti símtölum og hringja í fimm fyrirfram ákveðin númer. „Þetta er skiljanlega algjört öryggistæki,“ segir Katrín, sem hér sýnir hinn margrómaða síma frá LG undir merkjum Prada. Markaðurinn/Valli „Ég þarf alltaf að eiga nokkra farsíma og er með þrjá í takinu núna," segir Katrín Olga Jóhannesdóttir. Hún segist þurfa marga síma starfs síns vegna en hún er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans. Þríeykið eru BlackBerry Pearl, Sony Ericsson, sem styður þriðju kynslóð í fjarskiptatækni, og farsími frá LG undir merkjum Prada. „Hann er sérstaklega flottur. Ég tek hann með þegar ég fer út á lífið." Katrín og fleiri konur sem Markaðurinn ræddi við sögðu farsímann afar mikilvægan. Einn ákveðinn sími væri iðulega notaður í daglegu lífi en flottari síminn væri brúkaður við sérstök tækifæri, svo sem þegar farið væri út á lífið. Aðrir símar sem komu upp í samtölunum voru Dolce Gabbana-síminn frá Motorola, sem þykir afar flottur, og samlokusímar - gjarnan í bleikum lit - sem þykja sérstaklega höfða til kvenna. Katrín segir ljóst að farsímaframleiðendur hafi í síauknum mæli sett síma á markað sem eigi að höfða til þeirra. Það virki oft, að hennar sögn. Viðmælendur Markaðarins bentu sömuleiðis á að færst hafi í vöxt að kaupa ýmsa fylgihluti með símunum, lítið skraut - oft nafn eða tákn - sem hangi á þeim. Katrín bendir á að fylgihlutir sem þessir séu ekki bara skraut heldur afar hagnýtur hlutur. „Þá sjáum við þá í töskunum okkar, annars týnast þeir bara," segir hún, hlær og bætir við að hún sé lítið fyrir hluti sem þessa, taki frekar aðeins lengri tíma í að gramsa eftir farsímanum. Katrín lítur á BlackBerry-símtækið sem skrifstofuna. Hann noti hún mest enda geti hún þar nálgast tölvupóst og fleira. „Þetta er nettari tegundin, er líkari venjulegum farsíma en hinar gerðirnar. Við konurnar viljum alltaf hugsa um útlitið," segir Katrín og bendir á að smærri símar og þynnri, svo sem samlokusímar, rúmist betur í jakka eða veski kvenna en breiðari símar. Nokkrar gerðir eru til af BlackBerry-símum en Perlan, eins og Katrín kallar sinn þarfasta þjón, er í smærra lagi. „Við nennum ekki að hafa hlunka í töskunni," segir hún. Prada-síminn skipar sérstakan sess í huga Katrínar og má líkja því við að hún sé að ræða um listmun eða gæðahross þegar spjallið berst að honum: „Hann er rosalega flottur og virkar vel þegar maður vill vera góður á því úti á lífinu," segir hún. Síminn styður ekki þriðju kynslóð í farsímatækni en hefur upp á flest annað að bjóða sem prýðir farsíma í dag. „Og þegar ég tek hann með mér er það svolítið eins og að klæða sig upp," segir Katrín. „Þetta er hluti af því að fara út." ekki alveg eins og ömmuklukka Katrín er sérstaklega hrifin af klukkunni á Prada-símanum. Markaðurinn/Valli Gjarnan er sagt að fínni tískusímar á borð við þann frá Prada, sem suður-kóreski hátækniframleiðandinn LG framleiðir, sé gagnslaust glys sem nýtist í fátt annað en til skrauts. Katrín vísar slíkum fullyrðingum út á hafsauga: „Hann er með snertiskjá, líkist svolítið iPhone frá Apple og eiginlega gæti ég sagt að ég væri að undirbúa mig," segir Katrín og bendir á að klukkan framan á símanum sé svolítið öðruvísi en gengur og gerist á farsímum enda líti hún út eins og venjuleg klukka. „Það er svolítið öðruvísi upplifun að nota hann. Hann lítur náttúrlega æðislega út - er kolsvartur og hentar mjög þeim sem líkar við litinn," segir Katrín Olga. Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Ég þarf alltaf að eiga nokkra farsíma og er með þrjá í takinu núna," segir Katrín Olga Jóhannesdóttir. Hún segist þurfa marga síma starfs síns vegna en hún er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans. Þríeykið eru BlackBerry Pearl, Sony Ericsson, sem styður þriðju kynslóð í fjarskiptatækni, og farsími frá LG undir merkjum Prada. „Hann er sérstaklega flottur. Ég tek hann með þegar ég fer út á lífið." Katrín og fleiri konur sem Markaðurinn ræddi við sögðu farsímann afar mikilvægan. Einn ákveðinn sími væri iðulega notaður í daglegu lífi en flottari síminn væri brúkaður við sérstök tækifæri, svo sem þegar farið væri út á lífið. Aðrir símar sem komu upp í samtölunum voru Dolce Gabbana-síminn frá Motorola, sem þykir afar flottur, og samlokusímar - gjarnan í bleikum lit - sem þykja sérstaklega höfða til kvenna. Katrín segir ljóst að farsímaframleiðendur hafi í síauknum mæli sett síma á markað sem eigi að höfða til þeirra. Það virki oft, að hennar sögn. Viðmælendur Markaðarins bentu sömuleiðis á að færst hafi í vöxt að kaupa ýmsa fylgihluti með símunum, lítið skraut - oft nafn eða tákn - sem hangi á þeim. Katrín bendir á að fylgihlutir sem þessir séu ekki bara skraut heldur afar hagnýtur hlutur. „Þá sjáum við þá í töskunum okkar, annars týnast þeir bara," segir hún, hlær og bætir við að hún sé lítið fyrir hluti sem þessa, taki frekar aðeins lengri tíma í að gramsa eftir farsímanum. Katrín lítur á BlackBerry-símtækið sem skrifstofuna. Hann noti hún mest enda geti hún þar nálgast tölvupóst og fleira. „Þetta er nettari tegundin, er líkari venjulegum farsíma en hinar gerðirnar. Við konurnar viljum alltaf hugsa um útlitið," segir Katrín og bendir á að smærri símar og þynnri, svo sem samlokusímar, rúmist betur í jakka eða veski kvenna en breiðari símar. Nokkrar gerðir eru til af BlackBerry-símum en Perlan, eins og Katrín kallar sinn þarfasta þjón, er í smærra lagi. „Við nennum ekki að hafa hlunka í töskunni," segir hún. Prada-síminn skipar sérstakan sess í huga Katrínar og má líkja því við að hún sé að ræða um listmun eða gæðahross þegar spjallið berst að honum: „Hann er rosalega flottur og virkar vel þegar maður vill vera góður á því úti á lífinu," segir hún. Síminn styður ekki þriðju kynslóð í farsímatækni en hefur upp á flest annað að bjóða sem prýðir farsíma í dag. „Og þegar ég tek hann með mér er það svolítið eins og að klæða sig upp," segir Katrín. „Þetta er hluti af því að fara út." ekki alveg eins og ömmuklukka Katrín er sérstaklega hrifin af klukkunni á Prada-símanum. Markaðurinn/Valli Gjarnan er sagt að fínni tískusímar á borð við þann frá Prada, sem suður-kóreski hátækniframleiðandinn LG framleiðir, sé gagnslaust glys sem nýtist í fátt annað en til skrauts. Katrín vísar slíkum fullyrðingum út á hafsauga: „Hann er með snertiskjá, líkist svolítið iPhone frá Apple og eiginlega gæti ég sagt að ég væri að undirbúa mig," segir Katrín og bendir á að klukkan framan á símanum sé svolítið öðruvísi en gengur og gerist á farsímum enda líti hún út eins og venjuleg klukka. „Það er svolítið öðruvísi upplifun að nota hann. Hann lítur náttúrlega æðislega út - er kolsvartur og hentar mjög þeim sem líkar við litinn," segir Katrín Olga.
Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira