Engin aðstaða fyrir börnin Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. desember 2007 00:01 Mörg fyrirtæki hér á landi hafa skýra stefnu um sveigjanleika gagnvart barnafólki. Stundum kemur fyrir að starfsfólk fyrirtækjanna þurfi að koma með börnin með sér í vinnuna. Aðstaðan fyrir þau er hins vegar af skornum skammti. Markaðurinn/GVA Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist. Héðan og þaðan Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist.
Héðan og þaðan Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira