Helmingur heimila í mínus Ingimar Karl Helgason skrifar 19. desember 2007 00:01 Fjórðungur heimila eyðir mun meiru en hann aflar mánaðarlega. „Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráðstöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi meira en hann aflar. „Sumir fjármagna neyslu með lánum. Til dæmis geta námsmenn haft útgjöld sem eru meiri en sem nemur tekjunum,“ segir Guðrún. Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003 til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar. Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðalstærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á mann því aukist um 9,1 prósent. Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjátíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórðungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mánuði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8 prósent af ráðstöfunartekjum. Hjá þeim fjórðungi heimila sem næstminnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu meiri en sem nemur tekjunum. Þetta snýst hins vegar við þegar komið er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafnaði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósentum þeirra. Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit til allra heimilistekna, þar á meðal fjármagnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum felst meðal annars kostnaður af neysluvörum og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félagsgjöldum og styrkjum, sektum og fasteignakaupum. Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum meiri en tekjurnar. Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa almennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krónur til ráðstöfunar. Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
„Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráðstöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi meira en hann aflar. „Sumir fjármagna neyslu með lánum. Til dæmis geta námsmenn haft útgjöld sem eru meiri en sem nemur tekjunum,“ segir Guðrún. Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003 til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar. Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðalstærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á mann því aukist um 9,1 prósent. Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjátíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórðungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mánuði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8 prósent af ráðstöfunartekjum. Hjá þeim fjórðungi heimila sem næstminnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu meiri en sem nemur tekjunum. Þetta snýst hins vegar við þegar komið er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafnaði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósentum þeirra. Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit til allra heimilistekna, þar á meðal fjármagnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum felst meðal annars kostnaður af neysluvörum og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félagsgjöldum og styrkjum, sektum og fasteignakaupum. Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum meiri en tekjurnar. Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa almennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krónur til ráðstöfunar.
Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira