Innlent

Nauðgaði og myrti tugi kvenna og barna

Ríkisstjórn Indlands hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á meðferð lögreglunnar á málum tuga barna og kvenna sem hafa horfið í bænum Noida á undanförnum tveim árum. Fólkið var allt úr röðum fátækra farandverkamanna.

Á föstudag í síðustu viku fann lögreglan líkamsleifar í holræsi húss, sem er í eigu auðmanns í bænum. Búið er að finna líkamsleifar sautján mismunandi einstaklinga, en bæjarbúar segja að að minnsta kosti þrjátíu og átta manns hafi horfið með dularfullum hætti síðustu tvö árin. Leit er haldið áfram í holræsinu

Lögreglan segir að húseigandinn hafi viðurkennt að hafa nauðgað og myrt börnin og konurnar. Einkaþjónn hans hafði lokkað fátæklingana að húsinu með loforðum um sælgæti og/eða vinnu.

Sjö lögreglumönnum hefur þegar verið vikið úr starfi fyrir að hunsa tilkynningar um mannshvörfin.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×