Viðskipti erlent

Samvinna við Easyjet og Virgin ekki í bígerð

Talsmenn bresku flugfélaganna Easyjet og Virgin neita báðir að flugfélögin ætli að hefja samstarf við lággjaldaflugfélagið Air Asia í Malasíu. Orðrómur um hugsanlegt samstarf fór af stað í byrjun vikunnar þegar talsmaður Air Asia sagði von á stórri tilkynningu frá flugfélaginu í vikulokin.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Fernandes, forstjóra Air Asia, að hann sjái fram á mikla möguleika fyrir starfsemi lággjaldaflugfélaga á milli Evrópu og Asíu.

Nú er hins vegar talið að tilkynningin, sem birt verður á morgun, taki á samruna eða samstarfi Air Asia við lággjaldaflugfélagið Flyasian Xpress, sem sömuleiðis sinnir flugi í Asíu.

Air Asia var stofnað árið 2001. Í fyrstu flugu tvær vélar á vegum flugfélagsins en nú eru þær orðnar 50 talsins og fljúga þær á milli áfangastaða í SA-Asíu og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×