Viðskipti erlent

Von á fleiri uppsögnum hjá GM

Rick Wagoner, forstjóri GM.
Rick Wagoner, forstjóri GM. Mynd/AFP

Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, hefur greint frá því að svo geti farið að fyrirtækið segi upp fleiri starfsmönnum á nýju ári. Fyrirtækið sagði upp 34.000 manns í fyrra ákvað að loka 12 verksmiðjum til að draga úr hallarekstri.

Bílaframleiðandinn skilaði 10,6 milljarða dala taprekstri á síðasta ári. Það jafngildir tæpum 749 milljörðum íslenskra króna. Horft er til þess að með samdrætti í rekstri fyrirtækisins takist að spara um 9 milljarða bandaríkjadali eða tæpa 635 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið ætlar sömuleiðis að auka starfsemi sína á nýmörkuðum á borð við Indland og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×